Vorferð fyrir grunnskóla á Árbæjarsafn

Fræðsla, leikir og fjör! Einungis í boði 13. maí til 5. júní.

img_2708.jpg

Hámarksfjöldi:  um 60

Bekkur: 1.-4.

Tími: 1-2 klst.

 

 

Við bjóðum upp á skemmtilegar og fræðandi vorheimsóknir þar sem útivera í einstöku og öruggu umhverfi safnsins er í aðalhlutverki. Hópnum er skipt niður á stöðvar og  allir fá að prófa.

Nemendur kynnast vatns- og hrísburði úr gamla tímanum, fræðast um sögu hluta og húsa í gegnum ratleik ofl.

Á safnsvæðinu er hægt að borða nesti ef áhugi er fyrir því.

 

Einungis í boði frá 13. maí til 5. júní.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.