Vorferð fyrir grunnskóla á Árbæjarsafn

Fræðsla, leikir og fjör! Einungis í boði frá 15. maí til 7. júní.

img_2708.jpg

Hámarksfjöldi:  um 60

Bekkur: 1.-7.

Tími: 1-2 klst.

 

 

Oft hentar betur að koma með heilan árgang í heimsókn á safn og þá gjarnan rétt fyrir skólalok á vorin. Við bjóðum upp á skemmtilegar og fræðandi vorheimsóknir þar sem útivera í einstöku og öruggu umhverfi safnsins er í aðalhlutverki. Hópnum er skipt niður á stöðvar og  allir fá að prófa. Nemendur kynnast vatns- og hrísburði úr gamla tímanum, fræðast um sögu hluta og húsa í gegnum ratleik ofl.

Á safnsvæðinu er hægt að borða nesti ef áhugi er fyrir því en það er gert eftir fræðsluna. Vinsamlegast virðið tímasetningar með nesti og fræðsla hefst stundvíslega klukkan 10.

Vinsamlegast athugið að gert er ráð fyrir að heimsóknin sé ekki lengur en 2 klst.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.