Leikjafjör - Í boði 17. maí til 20. ágúst

Við bjóðum upp á fræðandi leiki fyrir hópa sem vilja njóta útiveru í einstöku umhverfi. Leikirnir eru þrír og henta mismunandi aldri: Litir og form fyrir 5 - 9 ára; Föturnar hans Friðriks fyrir 6 - 14 ára og Lífið án farsíma fyrir 11 - 14 ára. Einnig er hægt að aðlaga leikina fyrir ungt fólk og fullorðna. Tekur u.þ.b. 30 mínútur.

Árbæjarsafn: Föturnar hans Friðriks
Föturnar hans Friðriks

Leikjafjör er einnig í boði fyrir leik- og grunnskólahópa

 

Heimsókn á Árbæjarsafn á sumrin

Allir frístundahópar verða að bóka,  ætli þeir að koma í heimsókn á Árbæjarsafn, hér eða í gegnum tölvupóst.  

Safnasvæðið á Árbæjarsafni er stórt og rúmt og biðjum því leiðbeinendur að fylgjast vel með öllum sínum skjólstæðingum og halda hópinn. 
Hver hópur ber að taka til eftir sig og henda rusli í ruslatunnur. Biðjum frístundahópa jafnframt að koma með tilbúið nesti og bendum á að það eru nokkur borð á svæðinu til að sitja við. 

Að lokum langar okkur að minna á að heimsóknartími frístundahópa miðast við að hámarki 2 klst. 

 

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.