25.08.2017

Komdu að leika!

Hvað eiga leggur, skel og Baby-born dúkka sameiginlegt? Kynning á sögu leikfanga á tuttugustu öldinni og frjáls leiktími á stöðvum frá mismunandi tímum – allt frá árinu 1900 fram til okkar daga.

Komdu að leika

Fjöldi: Einn bekkur

Bókaðu heimsókn

Tími: 45-60 mín.

Vinsamlegast athugið að bóka þarf sér rými ef borða á nesti í heimsókninni.

Athugið að í júní, júlí og ágúst er einungis hægt að bóka þessa dagskrá kl. 10–11.

 

Markmið heimsóknar

Heimsókn á safn getur verið bæði skemmtileg og lifandi. Markmiðið er að sameina leik og nám og gera sér í hugarlund hvernig til dæmis amma og afi léku sér með sín leikföng þegar þau voru lítil börn.

Tenging við námskrá

  • Komdu að leika sameinar leik og nám og er skemmtileg viðbót við fjölbreyttan námsvettvang leikskólanna.
  • Þar má velta vöngum yfir eigin samfélagi og menningu.

Kennsluefni / Kennslugögn

Í húsinu er nestisaðstaða fyrir hópa. Á Komdu að leika fá börnin að leika sér með muni sýningarinnar sem eru leikföng frá öllum tímum og klæða sig í búninga.

Undirbúningur fyrir heimsókn

Heimsókn á sýninguna Komdu að leika! krefst ekki sérstaks undirbúnings. Hins vegar er alltaf gott að segja börnunum frá því hvert þau séu að fara og hvað eigi að gera. Þar að auki er hægt að undirbúa þau með því að segja frá leikföngum frá mismunandi tímum.

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum
  • Nemendur taka af sér útifötin
  • Safnkennari er með stutta kynningu á leikföngum fyrr á öldum og segir frá reglum hússins.
  • Nemendur leika sér og ganga frá saman að lokum.

Úrvinnsla

Gott getur reynst að rifja upp heimsóknina skömmu (örfáum dögum) eftir hana. Hægt er að rifja upp hvaða leikföng vöktu mesta athygli, þóttu skemmtilegust o.s.frv.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.