Leikir, litir og form

Fræðsluleiðunum Komdu að leika! og Litir og form er blandað saman í eina. Í boði frá 1. maí til 29. september.

landakot11.jpg

Hámarksfjöldi: 25

Aldur: 4-6 ára

Tími: 45-60 mín.

 

 

Í heimsókninni er blandað saman fræðsluleiðunum okkar tveimur fyrir leikskóla annars vegar „Litir og form“ og hins vegar „Komdu að leika“. Fyrri hluta heimsóknarinnar er útiveran í fyrirrúmi þar sem hópurinn röltir um svæðið og skoðar hin ýmsu form og liti sem finna má á safninu. Seinni hlutann er haldið inn á leikfangasýninguna þar sem krakkarnir fá að leika sér með dót frá ýmsum áratugum 20. aldarinnar. 

 

Í boði frá 1. maí til 29. september 2023.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.