Lubbi á Árbæjarsafni

Viltu heimsækja Lubba og hjálpa honum að finna nokkur málbein í Árbænum? Í heimsókninni hjálpa börnin fjárhundinum Lubba að finna málbein, læra íslensk málhljóð og para við þjóðlega muni í Árbænum.

Lubbi og málmbeinið
Sveitalubbi og Lubbi

Hámarksfjöldi:  25

Aldur: 4-6 ára

Tími: 45 - 50 mín.

Í heimsókninni hjálpa börnin fjárhundinum Lubba að finna málbein, læra íslensk málhljóð og para við þjóðlega muni í Árbænum.

Markmiðið er að læra ný orð, æfa íslensk málhljóð og syngja nokkrar vísur eftir Þórarinn Eldjárn úr bókinni Lubbi finnur málbein.

Lubbi er aðalsöguhetjan í námsefni fyrir börn sem talmeinafræðingarnir Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir hafa búið til.

Mælum með að hlusta á lögin úr Lubba bókinni fyrir heimsóknina - hér getið þið nálgast hana. 

Það er einnig skemmtilegt ef þið eigið ykkar eigin Lubba í leikskólanum að taka hann með í heimsóknina.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.