21.08.2018

Senn koma jólin

Hvernig voru jólin hjá krökkum í gamla daga? Íslensku jólasveinarnir og jólahald fyrr á árum er í brennidepli í desemberheimsókn. Undirbúningur fyrir jólin verður í fullum gangi! Rúta í boði fyrir leikskóla í Reykjavík. Opið fyrir bókanir 1. október 2020.

abs_jolamynd.jpg

Hámark 25 börn og starfsmenn

Bókaðu heimsókn

Tími: 50 mín.

Þökkum öllum þeim sem lögðu leið sína á Árbæjarsafn, í jólafræðslu nóvember - desember 2019, kærlega fyrir komuna! 

Nánari upplýsingar um tilhögun jólafræðslu 2020 uppfært þegar nær dregur. Eins og venjulega verður opið fyrir bókanir 1. október 2020.

 

Vegna smæðar Árbæjar er ekki hægt að taka á móti fleirum en 25 í hóp, þ.e.a.s. börn og starfsmenn.
Vinsamlegast athugið að gangar eru þröngir og bratt er upp á baðstofuloftið. Ekki er hægt að fara á hjólastól inni í bæinn.

 

Markmið heimsóknar

Heimsókn á safn getur verið bæði skemmtileg og lifandi. Markmiðið er að sameina leik og nám og gera sér í hugarlund hvernig jólin voru í gamla daga.

Tenging við námskrá

  • Senn koma jólin sameinar leik og nám og er skemmtileg viðbót við fjölbreyttan námsvettvang leikskólanna.
  • Þar má velta vöngum yfir eigin samfélagi og menningu.

Undirbúningur fyrir heimsókn

Heimsókn á Árbæjarsafns í fræðsluna: Senn koma jólin krefst ekki sérstaks undirbúnings. Hins vegar er alltaf gott að segja börnunum frá því hvert þau séu að fara og hvað eigi að gera. Þar að auki er hægt að undirbúa þau með því að tala um hvernig jólasveinarnir hafa breyst í tímanna rás.

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum við inngang safnsins á tilteknum tíma. Vinsamlegast tilkynnið seinkun í síma 411-6300
  • Hópurinn gengur saman niður að Árbæ.
  • Nauðsynlegt er að allir séu vel klæddir.
  • Hópurinn gengur saman um gamla sveitabæinn á safninu, safnkennari heldur fræðslu um jólin í gamla daga og gömlu jólasveinana.
  • Eigum notalega stund á safninu og syngjum jólalög
  • Heimsækjum kirkjuna ef tími gefst til.

Úrvinnsla

Gott getur reynst að rifja upp heimsóknina skömmu (örfáum dögum) eftir hana. Hægt er að rifja upp hvaða jólasveinn er í uppáhaldi og af hverju.

 

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.