Senn koma jólin - RÚTUTILBOÐ!

Við opnum fyrir bókanir í jólafræðsluna okkar í vikunni 11.-15. október og svo hefst jólafræðslan þann 22. nóvember. Hvernig voru jólin í gamla daga? Ókeypis rúta fyrir leikskóla í Reykjavík.

Jól í Árbæjarsafni Kertagerð

Fjöldi: 15-20 nem.

Elsti árgangur leikskóla

Tími: 45-60 mín.

 

Uppruni íslensku jólasveinanna og jólahald fyrr á árum er í brennidepli í desember heimsókn á Árbæjarsafn.

Markmið heimsóknar

  • Heimsókn á safn getur verið skemmtileg og lifandi. Markmiðið er að sameina leik og nám.
  • Senn koma jólin er hluti af jóladagskrá Árbæjarsafns. Markmið þess er að kynna hvernig Íslendingar héldu upp á jólin í gamla daga, hvað gömlu jólasveinarnir voru að bralla og einnig eru sungin saman jólalög.

Tenging við námskrá

  • Leikskóli á að vera félags- og menningarlegur vettvangur þar sem þjóðararfur og gildi íslensks samfélags skipa veglegan sess. (Leiðarljós)
  • Velta vöngum yfir eigin samfélagi og menningu (Læsi og samskipti). 

Kennsluefni / Kennslugögn

Allir taka með sér jólaskapið á safnið og klæða sig eftir veðri.

Undirbúningur fyrir heimsókn

Leikskólakennarar geta stuðlað að góðri og vel heppnaðri heimsókn á safnið með því að fjalla um gömlu íslensku jólasveinanna. Af hverju heita þeir svona skrítnum nöfnum?

Skipulag heimsóknar

  • Safnkennari tekur á móti hópnum
  • Hópurinn gengur saman niður að gamla sveitabænum Árbæ.
  • Gengið er saman um Árbæ, m.a. sagt frá gömlu jólasveinunum og jólunum í gamla daga.
  • Gaman er að enda heimsóknina með því að syngja nokkur jólalög saman.

Úrvinnsla

Til eru heimildir fyrir því að jólasveinarnir hafi verið nefndir ýmisskonar nöfnum í gegnum tíðina. Tilvalið er að tala um þá og sögu jólasveinanna í kjölfar heimsóknarinnar. Hvað fannst börnunum skemmtilegast við komu á safnið?

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.