Senn koma jólin - RÚTUTILBOÐ!

OPNUM FYRIR BÓKANIR 2. OKTÓBER: Jólaheimsókn í Árbæ þar sem við lærum um jólin í gamla daga og hrekkjóttu jólasveinanna

abs_jolamynd.jpg
Árbær og kirkjan í vetrarbúning

Fjöldi: 15-20 nem.

Elsti árgangur leikskóla

Tími: 45-60 mín.

 

OPNUM FYRIR BÓKANIR 2. OKTÓBER NÆSTKOMANDI.
Móttaka hópa verður frá 27. nóvember til og með 15. desember.
Fyrirkomulagið verður þannig í ár að einungis verður hægt að bóka viku í einu - s.s. þegar fyrsta vikan fyllist þá opnum við fyrir þá næstu. 
Fyrstir koma - fyrstir fá. Vinsamlegast virðið fjöldatakmarkanir OG aldursmörk.

 

Hvernig voru jólin í gamla daga? Ókeypis rútur fyrir leikskóla í Reykjavík. 
Uppruni íslensku jólasveinanna og jólahald fyrr á árum er í brennidepli í desemberheimsókn á Árbæjarsafn. 
Heimsókn á safn getur verið skemmtileg og lifandi. Markmiðið er að sameina leik og nám.
Gaman getur verið að kynna vísurnar um jólasveinanna fyrir börnunum áður en þau koma í heimsóknina. 

 

Skipulag heimsóknar:

Senn koma jólin er hluti af jóladagskrá Árbæjarsafns fyrir elsta árgang leikskóla

Safnkennari tekur á móti hópnum við torgið á Árbæjarsafni.
Gengið saman niður að Árbæ - klæðið ykkur samkvæmt veðri. 
Markmið fræðslunnar er að kynna hvernig Íslendingar héldu upp á jólin í gamla daga, hvað gömlu jólasveinarnir voru að bralla og einnig eru sungin saman jólalög.

Eftir fræðsluna í Árbæ er gengið tilbaka að torginu

Heimsóknin tekur klukkustund.

 

Vinsamlegast athugið!
Leikskólar sem ætla nýta sér rútu á Árbæjarsafn VERÐA að skrá HEILDARFJÖLDA hópsins - þ.e. börn OG kennarar!
Þetta er mjög mikilvægt svo að rétt stærð af rútu sé send á staðinn! 

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.