Safnbúðir Árbæjarsafns
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Í miðasölu safnsins í húsinu Laugavegi 62 er að finna safnbúð. Þar eru til sölu póstkort, bækur og minjagripir sem tengjast safnkosti.
Krambúð er í húsinu Lækjargötu 4. Þar má kaupa gamaldags slikkerí í kramarhúsum, bollapör, kandís og fleira.
Safnbúðin í miðasölu hússins er opin á opnunartímum safnsins. En krambúðin er eingöngu opin á sumrin og þegar jóladagskrá stendur yfir.
Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt af vörum í safnbúðunum.

