Sýningar

Leikfangasýningin: Komdu að leika !
Sýningin Komdu að leika ! fjallar um leiki og leikföng barna í Reykjavík á 20. öld. Varpað er ljósi á fjölbreytileika og þróun leikfanga og hvernig leikir endurspegla samfélagið á hverjum tíma.
Nánar
Kerruöldin
Þó hjólið sé aldagömul uppfinning, barst það seint til Íslands. Flutningar um langan veg voru þeir sömu frá landnámstíð og fram á 19. öld, nefnilega klyfberar.
Nánar
Litla bílaverkstæðið
Verkstæðið er samstarfsverkefni Árbæjarsafns og Bíliðnafélagsins / Félags blikksmiða
Nánar
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld
Tuttugasta öldin var tími mikilla breytinga. Þá urðu heimssögulegir atburðir sem höfðu áhrif á samfélög um allan heim og réðu miklu um daglegt líf fólks. Á Íslandi þróaðist samfélagið frá sjálfsþurftarbúskap til tæknivædds markaðsbúskapar á nokkrum áratugum. Tæknileg og efnahagsleg þróun gjörbreytti híbýla- og lifnaðarháttum alls þorra fólks.
Nánar
Í húsi Krists og kappleikja
Á sýningunni Í húsi Krists og kappleikja, á afri hæð Landakots, er gerð grein fyrir hinum tveimur ólíku köflum í sögu hússins sem hýsir sýninguna, Landakoti.
Nánar
Saga ljósmyndunar
Á neðri hæð hússins Líkn er að finna sýninguna „Saga ljósmyndunar“, þar sem farið er yfir sögu ljósmyndunar bæði í alþjóðlegu og íslensku samhengi og staðnæmst við helstu þætti og atburði sem ollu straumhvörfum í henni.
Nánar
Fornar rætur Árbæjar - Fornleifarannsókn
Sýning í Landakotshúsi sem fjallar um fornleifarannsókn sem fram fer á bæjarstæði Árbæjar.
Nánar
Öldin hans Nóa: afmælissýning Nóa Síríus
Sýningin Öldin hans Nóa: afmælissýning Nóa Síríus á Árbæjarsafni segir sögu einna elstu sælgætisgerðar Reykjavíkur.
Nánar
Hjúkrun í 100 ár
Sýningin Hjúkrun í 100 ár segir sögu hjúkrunar í samhengi við breytingar á stöðu kynjanna og þróunar í tækni og vísindum. Sagan hefst í Reykjavík í byrjun 20. aldar og endar á deginum í dag. Um leið er vöngum velt yfir því hvert er stefnt. Hvernig hjúkrunarstarfið mun breytast? Getum við lært af sögunni? Getur strákur verið hjúkrunarfræðingur?
Nánar
HEIMAt – tveir heimar
Með sýningunni „HEIMAt – tveir heimar“ er því fagnað að í ár eru liðin 70 ár frá því að stór hópur Þjóðverja sigldi með strandferðaskipinu Esju og öðrum skipum í kjölfarið til Íslands árið 1949.
Nánar
Hjáverkin - atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1900-1970
Sýning sem fjallar um hvernig konur hafa aflað tekna í hjáverkum samhliða skyldustörfum til að sjá sér og sínum farborða.
Nánar
Íslenski kvenbúningurinn
Á sýningunni má sjá faldbúning, skautbúning, kyrtil, peysuföt og 19.- og 20. aldar upphluti.
Nánar
Minningar úr húsi – Laufásvegur 43
Á efri hæð Líknarhússins er til sýnis hluti af búslóð sem var í húsinu Laufásvegi 43, húsi Vigfúsar Guðmundssonar búfræðings úr Engey og Sigríðar Halldórsdóttir. Búslóðin var tekin niður árið 1999 og sett upp til að gefa innsýn í heimili reykvískra borgara á fyrri hluta 20. aldar.
Nánar
Kvosin – vagga leiklistar
Leikminjasafn Íslands opnaði nýja sýningu í húsinu Líkn í Árbæjarsafni á afmælisdegi Sigurðar málara (og Leikminjasafnsins) sunnudaginn 9. mars 2014. Sýningin er hluti af samstarfsverkefni Leikminjasafns Íslands og Borgarsögusafns Reykjavíkur, sem hófst með sýningunni Jól í leikhúsinu í tengslum við jólahald Árbæjarsafns á aðventunni 2013.
Nánar
Framtíðarþrá og fortíðarhyggja
Í hugum margra er miðborg Reykjavíkur sérstök, jafnvel einstök. Heildaryfirbragð svæðisins kann að þykja nokkuð sundurleitt, enda má finna þar gömul lágreist timburhús frá 19. öld innan um stórhýsi 20. aldar.
Nánar
Lifað og leikið
Húsið Þingholtsstræti 9 er reist árið 1846 og mun hafa verið smíðað úr timbri sem gekk af við byggingu Menntaskólans í Reykjavík það sama ár. Snikkarinn Helgi Jónsson byggði húsið og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni. Synir hans, Jónas og Helgi, voru áberandi í tónlistarlífi Reykjavíkur og stofnuðu meðal annars Söngfélagið Hörpuna og Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur.
Nánar
Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar
Sýningin fjallaði um sögu Reykjavíkur frá landnámi til nútímans og var grunnsýning safnsins.
Nánar
Lög unga fólksins
Sýningin fjallaði um daglegt líf íslenskra ungmenna í framhaldsskólum árið 2012 og var byggð á viðtölum við einstaklinga á aldrinum 18 – 22 ára.
Nánar
Blessað stríðið
Þann 10. maí árið 1940 hernámu Bretar Ísland og rúmu ári síðar tóku Bandaríkjamenn við hervernd á landinu. Koma herliðsins hafði í för með sér gífurlegar breytingar á íslensku samfélagi, ekki síst í Reykjavík. Vorið 2010 var opnuð ný sýning á vegum Árbæjarsafns í Kornhúsinu þar sem fjallað er um áhrif hernámsins á daglegt líf í Reykjavík.
Nánar
Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna
Sýningin Ekki snerta jörðina - Leikir 10 ára barna er afrakstur rannsóknar um leiki 10 ára barna á Íslandi. Börnum og fullorðnum gafst kostur að leika sér að vinsælustu leikföngunum og skoða ljósmyndir og myndskeið af börnum og skólaumhverfinu.
Nánar
Krummakrunk - Hrafninn í íslensku samfélagi
Sumarið 2012 var sett upp sýning um íslenska hrafninn og hlutverk hans í íslensku samfélagi.
Nánar
Ull í fat – íslensk tóvinna fyrr og nú
Á sýningunni mátti sjá ýmsa þætti sem tengjast tóvinnu og klæðagerð.
Nánar
Buxur, vesti, brók og skó
Buxur, vesti, brók og skó var sýning í Suðurgötu 7 á Árbæjarsafni sumarið 2011. Á sýningunni mátti sjá heimagerð barnaföt frá ýmsum tímum. Þar var m.a. hægt að sjá heklaða og prjónaða kjóla, vélprjónaðar ullarnærbuxur, útsaumaðar stuttbuxur á stráka, marglita heklaða peysu, vatteraða útigalla og fleira.
Nánar
Þing og Þjóðfundur
Þegar hið endurreista Alþingi Íslendinga tók til starfa sumarið 1845 var aðeins eitt hús í bænum sem gat rúmað starfsemi þess, en það var hið mikla hús Lærða skólans sem þá var í smíðum við Lækinn. Þar fór þinghaldið fram annað hvert sumar, allt til ársins 1879, alls 18 þing, eitt þeirra var Þjóðfundurinn sem haldinn var 1851. Jón Sigurðsson sat öll þingin nema fjögur.
Nánar
Íslenski faldbúningurinn – fyrr og nú
Árið 2000 kom saman konur úr Heimilisiðnaðarfélaginu sem sérstakan áhuga höfðu á faldbúningum og stofnuðu hópinn Faldafeyki. Frá þeim tíma hafa þær unnið markvisst að því að safna upplýsingum um faldbúninginn; gerð hans og það fjölbreytta handverk sem einkennir hann.
Nánar
Diskó & Pönk – ólíkir straumar?
Sýningunni Diskó & Pönk – ólíkir straumar? var ætlað að varpa ljósi á menningu ungs fólks í Reykjavík og nágrenni á árunum 1975 – 1985.
Nánar