Kornhús 16.06.2006 til 30.08.2008

Diskó & Pönk – ólíkir straumar?

Sýningunni Diskó & Pönk – ólíkir straumar? var ætlað að varpa ljósi á menningu ungs fólks í Reykjavík og nágrenni á árunum 1975 – 1985.

Diskó og Pönk

Tveir tískustraumar þessara ára, diskó og pönk, voru þar í forgrunni. Sýningin var samvinnuverkefni Minjasafns Reykjavíkur og Smekkleysu SM ehf. Sýningin átti sérstaklega að höfða til ungmenna, en allir þeir sem mundu þennan tíma áttu að geta haft gaman af henni.

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Við sendum þér fréttabréf við og við um það sem er í gangi hverju sinni.