Lækjargata 4 01.06.2012 til 31.08.2012

Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna

Sýningin Ekki snerta jörðina - Leikir 10 ára barna er afrakstur rannsóknar um leiki 10 ára barna á Íslandi. Börnum og fullorðnum gafst kostur að leika sér að vinsælustu leikföngunum og skoða ljósmyndir og myndskeið af börnum og skólaumhverfinu.

Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna

Sýningin er afrakstur rannsóknar átta safna á leikjum barna haustið 2009. Starfsmenn safnanna heimsóttu níu grunnskóla víðs vegar um landið og tóku viðtöl við nemendur í  5. bekk um leiki og leikföng. Sum barnanna héldu dagbók í eina viku og afhentu söfnunum til varðveislu. Einnig voru teknar ljósmyndir og stutt myndskeið af börnum í ýmsum leikjum. Ártúnsskóli  tók þátt í rannsókninni í samstarfi við Árbæjarsafn.

Um var að ræða samvinnuverkefni Árbæjarsafns, Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka, Byggðasafns Reykjanesbæjar, Lækningaminjasafns Íslands í Nesi, Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum, Minjasafnsins á Akureyri, Þjóðfræðistofunni á Hólmavík og Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin var hýst á Árbæjarsafni sumarið 2012.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.