Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna
Sýningin Ekki snerta jörðina - Leikir 10 ára barna er afrakstur rannsóknar um leiki 10 ára barna á Íslandi. Börnum og fullorðnum gafst kostur að leika sér að vinsælustu leikföngunum og skoða ljósmyndir og myndskeið af börnum og skólaumhverfinu.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Sýningin er afrakstur rannsóknar átta safna á leikjum barna haustið 2009. Starfsmenn safnanna heimsóttu níu grunnskóla víðs vegar um landið og tóku viðtöl við nemendur í 5. bekk um leiki og leikföng. Sum barnanna héldu dagbók í eina viku og afhentu söfnunum til varðveislu. Einnig voru teknar ljósmyndir og stutt myndskeið af börnum í ýmsum leikjum. Ártúnsskóli tók þátt í rannsókninni í samstarfi við Árbæjarsafn.
Um var að ræða samvinnuverkefni Árbæjarsafns, Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka, Byggðasafns Reykjanesbæjar, Lækningaminjasafns Íslands í Nesi, Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum, Minjasafnsins á Akureyri, Þjóðfræðistofunni á Hólmavík og Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin var hýst á Árbæjarsafni sumarið 2012.