Framtíðarþrá og fortíðarhyggja
Í hugum margra er miðborg Reykjavíkur sérstök, jafnvel einstök. Heildaryfirbragð svæðisins kann að þykja nokkuð sundurleitt, enda má finna þar gömul lágreist timburhús frá 19. öld innan um stórhýsi 20. aldar.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Timbur, bárujárn, steinsteypa og speglagler kallast á. Kannski er það einmitt þessi ófullkomleiki sem gerir miðborgina áhugverða. Er hjarta Reykjavíkur kannski heimili hálfkláraðra hugmynda?
Á þessari sýningu voru sagðar sögur af þróun og mótun elsta hluta Reykjavíkur. Sagt var frá stórkarlalegu skipulagi og metnaðarfullri framtíðarsýn, hugmyndum um bílaborgina og stórhýsum sem aldrei risu. Sagt var frá gömlum húsum sem hafa horfið og öðrum sem fengu að standa og hafa öðlast nýtt líf. Einnig húsum sem hafa skipt um hlutverk í takt við breytingar í samfélaginu. Þá fáum við að sjá hvernig götur segja sögu borgar í stöðugri þróun. Þetta er saga sem ekki sér fyrir endann á.
Sýningin var unnin af nemendum í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.
Heimasíða sýningarinnar: https://husvernd.wordpress.com/