Hjúkrun í 100 ár
Sýningin Hjúkrun í 100 ár segir sögu hjúkrunar í samhengi við breytingar á stöðu kynjanna og þróunar í tækni og vísindum. Sagan hefst í Reykjavík í byrjun 20. aldar og endar á deginum í dag. Um leið er vöngum velt yfir því hvert er stefnt. Hvernig hjúkrunarstarfið mun breytast? Getum við lært af sögunni? Getur strákur verið hjúkrunarfræðingur?
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Um aldamótin 1900 umbreyttist íslenskt samfélag. Fólkið yfirgaf sveitirnar og settist að í þéttbýlinu þar sem sumir bjuggu við velsæld en kjör annarra voru kröpp. Lélegt húsnæði ásamt skorti á mat og almennu hreinlæti ógnuðu heilsu bæjarbúa og nábýlið auðveldaði dreifingu sjúkdóma. Ábyrgð á umönnun sjúkra sem hafði legið á heimilunum fluttist yfir á góðgerðarfélög sem gáfu mat og fatnað og skipulögðu heimahjúkrun og heilsuvernd fyrir þá efnaminni.
Menntaðar hjúkrunarkonur voru þar framarlega í flokki. Margar voru danskar og höfðu flutt til landsins gagngert til þess að starfa á sjúkrastofnunum sem þá voru að rísa í nágrenni Reykjavíkur. Hjúkrun var nýtt og sérhæft starf sem krafðist ef vel átti að fara, umhyggju og næmni fyrir þörfum sjúklinganna, agaðra vinnubragða og mikillar skipulagningar. Námið var þrjú ár og íslenskar stúlkur sóttu það erlendis að hluta eða öllu leyti fram til ársins 1931 þegar Hjúkrunarkvennaskólinn tók til starfa.
Þegar Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað árið 1919 voru starfandi 11 menntaðar hjúkrunarkonur sem allar voru ógiftar og barnlausar og bjuggu á þeim sjúkrastofnunum sem þær störfuðu við. Langt var liðið á tuttugustu öldina áður en breytt viðhorf til hlutverka kvenna, fækkun vinnustunda, sumarfrí, innleiðing fæðingarorlofs, opnun leikskóla og bætt framboð getnaðarvarna gerðu konum kleift að starfa utan heimilis samhliða fjölskyldulífi.
Enn í dag byggir hjúkrun á sama grunni og fyrir hundrað árum og miðar að því að skapa sjúklingnum öruggt umhverfi og þannig hindra, stöðva eða lina afleiðingar sjúkdóma og slysa. Í dag eru starfandi tæplega 3.000 hjúkrunarfræðingar sem vinna fjölbreytt og oft á tíðum mjög sérhæfð störf sem breytast í takti við framfarir sem verða á sviði vísinda og tækni. Þrátt fyrir þetta eru fáir karlmenn hjúkrunarfræðingar og vísbendingar eru um að gamlar hugmyndir samfélagsins varðandi hjúkrun og stöðu kynjanna eigi þar hlut að máli. Er ekki kominn tími til að brjóta glerþakið?
Höfundur og sýningarstjóri: Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir
Sýningarnefnd: Bergdís Kristjánsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Íris Gyða Guðbjargardóttir, Jón Páll Björnsson.
Grafík: Tómas Jónsson,
Þýðing: Ingunn Ásdísardóttir, Anna Yeates og Katrina Downs-Rose.
Prófarkalestur: Aðalsteinn Eyþórsson, Anna Yeates, Þorgerður Ragnarsdóttir
Myndvinnsla og prentun: Sigríður Kristín Birnudóttir, Bræðurnir Baldursson, Prentment
Smíði og uppsettning: Nathalie Jacqueminet forvörður, Kristinn Erlendur Gunnarsson smiður, Kristján E. Ólafsson smiður, Helga Maureen Gylfadóttir.
Eftirtöldum aðilum eru færðar þakkir fyrir margskonar aðstoð:
Basalt Arkitektar
Bókasafn Dagsbrúnar
Frú Ragnheiður, skaðaminnkun
Hringbraut
Icelandair
Kerecis
Landsbókasafn
Ljósmyndasafn Ísafjarðar
Ljósmyndasafn Íslands
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Tæknihliðin ehf
Þjóðskjalasafn Íslands
Ásvaldur Kristjánsson
Birkir Friðfinsson
Dröfn Vilhjálmsdóttir
Elín Gunnarsdóttir
Eygló Ingadóttir
Guðbjörg Lilja Hjartardóttir
Guðrún Eygló Guðmundsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Haukur Harðarson
Herdís Lilja Jónsdóttir
Herdís Sveinsdóttir
Kristín Björnsdóttir
Magnea Tómasdóttir
Rafn Benediktsson
Snædís Snorradóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Ægir Breiðfjörð Jóhannsson
Heimildir: Saga hjúkrunar á Íslandi á tuttugust öld eftir Margréti Guðmundsdóttur. Saga hjúkrunarskóla Íslands 1931-1986 eftir Lýð Björnsson. Ýmsar greinar um heilbrigðissögu og heilbrigðisvísindi eftir Dr. Erlu Doris Halldórsdóttur og ýmsa aðra höfunda.
SAMSTARFSAÐILAR:
Fíh og Borgarsögusafn
Þjóðminjasafn Íslands,
Lyfjafræðisafnið,
Landspítali,
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Nýi Landspítalinn

