Líkn 04.11.2021 til 14.11.2021

Hughrif, sýning Hlutverkaseturs

HUGHRIF er yfirskrift sýningar Hlutverkaseturs sem opnuð verður 4. nóvember kl. 15:30 í Líkn á Árbæjarsafni. Þátttakendur í listasmiðju Hlutverkaseturs heimsóttu Árbæjarsafn síðastliðið vor til að sækja sér innblástur og eru verkin á sýningunni afrakstur þeirrar heimsóknar. Verkin eru unnin í pappír og máluð á steina.

arbaejarsafn_hugarafl_kynningarmynd.jpg

Á sýningunni eru einnig verk sem unnin voru í sambandi við uppákomuna (V)ertu úlfur? – listin að sjá hið sammannlega, samtal um geðheilbrigði utan hringsins. Þetta eru myndir af úlfum, teikningar, vatnslita – og akrýlmyndir.

Hlutverkasetur er virknimiðstöð sem tekur á móti öllum sem vilja auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virkum eða þiggja aðstoð við atvinnutengda endurhæfingu. Starfsmenn eru iðjuþjálfar, listamenn og fólk með mismunandi lífsreynslu og þekkingu. Hlutverkasetur er staðsett í Borgartúni 1 á 2. hæð, gengið inn sjávarmegin.

Starfsfólk Borgarsögusafns og Hlutaverkaseturs vinna saman að því að tvinna safnheimsóknir saman við dagskrá setursins. LÍKN er fjölnota fræðsluhús á Árbæjarsafni og er ætlað fyrir ýmiskonar samstarfsverkefni, námskeið, smiðjur og annað fræðslutengt starf.

Aðgangur á opnun er ókeypis. Öll velkomin á meðan húsrúm og fjöldatakmarkanir leyfa. Sýningunni lýkur 14. nóvember.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.