Landakot / ÍR-húsið / Kjöthús
Í húsi Krists og kappleikja
Á sýningunni Í húsi Krists og kappleikja, á efri hæð Landakots, er gerð grein fyrir hinum tveimur ólíku köflum í sögu hússins sem hýsir sýninguna, Landakoti.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Fyrstu 30 árin var það kaþólskt guðshús en árið 1929 þegar reist hafði verið ný kirkja var ákveðið að Íþróttafélag Reykjavíkur fengi húsið að gjöf og starfaði það þar næstu 70 árin.
Á sýningunni má meðal annars sjá steindan glugga frá árinu 1896 sem prýddi húsið þegar það notað sem kirkja. Glugginn var einskonar altarismynd kirkjunnar og sýnir Jesú Krist og hið heilaga hjarta. Aðrir gripir á sýningunni tengjast frjálsíþróttaiðkun ÍR-inga í húsinu.