Kornhúsið 15.05.2021 til 14.05.2024

Karólína vefari

Karólína Guðmundsdóttir (1897-1981) lærði vefnað í Kaupmannahöfn og rak um áratugaskeið vefstofu við Ásvallagötu í Reykjavík.

karolina_vefari_05.jpg
Karólína Guðmundsdóttir vefari

Karólína óf húsgagnaáklæði og gluggatjöld fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili, þar sem litir og áferð féllu vel að umhverfinu. Útsaumsjafi hennar var notaður í skólahandavinnu um árabil auk þess sem útsaumuð veggteppi og púðar frá vefstofunni prýddu mörg íslensk heimili. Þannig hafði  Karólína áhrif á híbýlaprýði og smekk landsmanna, auk þess sem henni tókst að auka veg og virðingu íslensku ullarinnar og breyta viðhorfum til handverks og hannyrða.

Karólína vann við vefnað í rúm 50 ár, fyrst sem einyrki en síðar sem atvinnurekandi og fyrirvinna. Hún kenndi einnig hannyrðir og var formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1923 til 1927. Karólína bjó yfir mikilli þekkingu á möguleikum vefstólsins og útfærslu munstra. Vandvirkni, nákvæmni og fallegt samspil lita og munsturs einkenna verk hennar, fagurfræði og notagildi voru jafngild. Karólína kom fram með vandað handverk, nýstárlegan vefnað, þar sem íslenskum handverkshefðum var fléttað saman við  alþjóðlegar hræringar í hönnun og handverki.

Kynningarmyndband Karólína (ENSKA / ENGLISH) from Borgarsögusafn on Vimeo.

Með sýningu þessari eru verk Karólínu sett í öndvegi og framlag hennar til handverks og hönnunar dregið fram. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarsögusafns Reykjavíkur og Heimilisiðnaðarfélags Íslands og byggir á rannsóknum á vegum Borgarsögusafns.

 

 

karolina_skurdur_05_large.jpg
Karólína við vefstólinn á efri árum
Karólína við vefstólinn
2016-40-27.jpg

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.