Garðastræti

Kerruöldin

Þó hjólið sé aldagömul uppfinning, barst það seint til Íslands. Flutningar um langan veg voru þeir sömu frá landnámstíð og fram á 19. öld, nefnilega klyfberar.

Árbæjarsafn-Sýningar-Kerruöldin

Klyfberar voru hafðir á hestum og  voru gerðir úr tré. Þeir voru bogadregnir, með tveim til þremur klökkum, þar sem klyfjarar voru festar á. Auk klyfbera voru sleðar notaðir til flutninga og svo kallaður vögur, sem voru tveir kjálkar dregnir af hestum.

Vagn kemur við sögu í ævisögu sr. Jóns Steingrímssonar eldklerks frá 18. öld, en almennt munu vagnar hafa verið sjaldséðir á Íslandi. Stundum er sagt að kerruöldin hefjist árið 1874 þegar Kristján IX Danakonungur gaf Lofti Gíslasyni bónda í Vatnsnesi í Grímsnesi tvö hjól fyrir vel unninn störf við jarðarbætur.

Fyrst um sinn voru engir vagnavegir á Íslandi en á síðari hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. fór vagnfærum vegum fjölgandi og fjölmörg vatnsföll voru brúuð. Segja má aðkerruöldin hafi staðið til ársins 1913, þegar bifreiðir fóru að ryðja sér til rúms.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.