Landakot / ÍR-húsið

Leikfangasýningin: Komdu að leika!

Sýningin Komdu að leika ! fjallar um leiki og leikföng barna í Reykjavík á 20. öld. Varpað er ljósi á fjölbreytileika og þróun leikfanga og hvernig leikir endurspegla samfélagið á hverjum tíma.

Árbæjarsafn-Sýningar-Komdu að leika
Leikfangasýningin: Komdu að leika!

Á sýningunni má sjá fjölda leikfanga frá ýmsum tímum í vörslu Borgarsögusafns Reykjavíkur. Þetta er upplifunarsýning með áherslu á sköpun, ímyndunarafl og skemmtun. Leikföngin á sýningunni eru ekki bara til að horfa á heldur má leika sér að dóti frá ýmsum tímum í tímastöðvum þar sem endurskapað hefur verið andrúmsloft tómthúss í Reykjavík snemma á 20. öld, betri borgara heimilis frá um 1930, hippaheimilis frá áttunda áratugnum og barnaherbergja um 1990. Hægt er að fara í búðarleik í Lúllabúð sem er frá um 1950 og einnig er hægt að bregða á leik í leikhúsi og brúðuleikhúsi.

Sýningin er ein af fastasýningum safnsins og hún er opin á sama tíma og safnið.

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.