Þingholtsstræti 9
21.07.2005 til 01.01.2015
Lifað og leikið
Húsið Þingholtsstræti 9 er reist árið 1846 og mun hafa verið smíðað úr timbri sem gekk af við byggingu Menntaskólans í Reykjavík það sama ár. Snikkarinn Helgi Jónsson byggði húsið og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni. Synir hans, Jónas og Helgi, voru áberandi í tónlistarlífi Reykjavíkur og stofnuðu meðal annars Söngfélagið Hörpuna og Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Í þessu litla húsi voru einnig haldin píuböll og var þá oft glatt á hjalla. Dansleikir voru helstu skemmtanir bæjarbúa á þessum tíma og hér kynnumst við ekki einungis píuböllum heldur einnig höfðingjaböllum og handverksmannaböllum, grímuböllum, broddaböllum og skólaböllum.
Sýning Lifað og leikið var sett upp í safnhúsinu Þingholtsstræti 9 árið 2005. Á sýningunni var fjallað um íbúa hússins í gegnum tíðina og píuböllin sem þar voru haldin.