Hansenshús/Smiðshús 01.06.2012 til 01.05.2013

Lög unga fólksins

Sýningin fjallaði um daglegt líf íslenskra ungmenna í framhaldsskólum árið 2012 og var byggð á viðtölum við einstaklinga á aldrinum 18 – 22 ára.

Lög unga fólksins

Leitast var við að fá innsýn í heim þessa fólks, sem er statt á óræðum stað milli unglings- og fullorðinsára. Áhersla var lögð á áhugamál, atvinnu, félagslíf, fjölskyldubönd og framtíðarsýn.

Frásagnir viðmælenda voru hafðar að leiðarljósi við uppsetningu sýningarinnar með það að markmiði að gefa gestum færi á að staldra við og skoða eigin samtíma frá sjónarhóli þessa hóps.

Á sýningunni gafst tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim ungs fólks og þá marglaga þætti sem einkenna líf þeirra og hvernig þau upplifa sig og samtíma sinn.

Sýningin var túlkun nemenda í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem byggði á viðtölunum og var því sögð frá sjónarhorni þeirra sem jafnframt var byggð á þeirra eigin persónulegu hugmyndum um þetta aldursbil. Sýningin var lokaverkefni námskeiðsins Menningarminjar, söfn og sýningar sem kennt er í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Heimasíða sýningarinnar: https://logungafolksins.wordpress.com/

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.