Minningar úr húsi – Laufásvegur 43
Á efri hæð Líknarhússins er til sýnis hluti af búslóð sem var í húsinu Laufásvegi 43, húsi Vigfúsar Guðmundssonar búfræðings úr Engey og Sigríðar Halldórsdóttir. Búslóðin var tekin niður árið 1999 og sett upp til að gefa innsýn í heimili reykvískra borgara á fyrri hluta 20. aldar.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Húsið Laufásvegur 43 var byggt árið 1903 af Jóni Eiríkssyni steinsmið. Heimilið var einstakt vegna þess að sama fjölskyldan bjó í húsinu í tæpa átta áratugi. Húsinu hafði lítið verið breytt í tímans rás og fyrirkomulag, húsbúnaður og innréttingar með svipuðu sniði hjá báðum kynslóðunum sem þar bjuggu.
Árið 1995 eignaðist Reykjavíkurborg Laufásveg 43 með það fyrir augum að opna þar sýningu. Ekki varð af því að húsið væri opnað almenningi en Árbæjasafn sýnir hluta af þeirri búslóð sem í húsinu var og myndir af niðurtöku hennar. Hefur gripum verið komið fyrir sem líkast því sem var á hinum upprunalega stað og gefur sýningin því góða innsýn á heimili í Reykjavík á öndverðri 20. öld.