Kornhúsið 02.07.2020 til 30.12.2020

Öldin hans Nóa: afmælissýning Nóa Síríus

Sýningin Öldin hans Nóa: afmælissýning Nóa Síríus á Árbæjarsafni segir sögu einna elstu sælgætisgerðar Reykjavíkur.

Arbaejarsafn_noi_sirius_04_gomul.jpg

Í ár eru hundrað ár frá því að Brjóstsykursgerðin Nói sendi frá sér fyrstu lögunina af sínu landsfræga sælgæti. Síðan þá hafa ófáar karamellur verið tuggðar, allskyns dýrindis konfektmolar smakkaðir — að ekki sé talað um Opalið, súkkulaðið, brjóstsykurinn, páskaeggin og allt hitt ómótstæðilega góðgætið.

Saga Nóa Síríus fléttast sögu íslensku þjóðarinnar á skemmtilegan hátt þar sem fyrirtækið hefur átt hlut í veisluborðum og hátíðisdögum landsmanna síðan snemma á 20. öldinni. Á sýningunni verður sögu Nóa og Síríus, sem eitt sinn voru tvö aðskilin fyrirtæki með framleiðslu undir sama þaki í verksmiðjuhúsi á Barónsstíg, gerð góð skil. Sælgætið frá Nóa Síríus gleður bæði auga og bragðlauka og því munu gamlar umbúðir og auglýsingar fá að njóta sín sem ættu að kæta unga sem aldna! Skemmtileg sýning fyrir nautnaseggi á öllum aldri.

Arbaejarsafn_noi_sirius_03_gomul.jpg
Arbaejarsafn_noi_sirius_05_gomul.jpg

Skráðu þig á póstlista árbæjarsafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.