back

Fornar rætur Árbæjar frestast fram í ágúst vegna COVID-19

30.04.2020 X

Ákveðið hefur verið að fresta vettvangsnámskeiði HÍ og fornleifarannsókninni Fornar rætur Árbæjar fram á sumarið vegna Covid-19 en uppgröftur hefur farið fram í maí síðustu árin á bæjarstæði Árbæjar, Árbæjarsafni.

Fornleifauppgröftur við Árbæ

Áætlað er að námskeiðið fari nú fram 4. - 28. ágúst en ef allt gengur upp þá munu fornleifafræðingar grafa á svæði A vikuna  27. -31. júlí og freistast til þess að finna þar miðaldabyggingar sem vitað er að leynast þar. Svæði A sést á meðfylgjandi mynd.

Þessa dagana er verið að vinna að sýningu í Landakoti sem mun fjalla um verkefnið og stefnt er að opnun sýningarinnar í ágúst á meðan vettvangsnámskeiðinu stendur. Hægt er að fræðast nánar um rannsóknina, t.d. inn á Facebook. Einnig má leita að myllymerkinu #FORNARRÆTUR á Instagram. Fyrir þá allra hörðustu er hægt að nálgast uppgraftarskýrslur hér.

Nánari upplýsingar gefur Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur og stjórnandi rannsóknarinnar Fornar rætur Árbæjar. 

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

1.000 -1.740 kr. sjá nánar á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Börn 0-17 ára og öryrkjar

Ókeypis aðgangur

Nemendur með gild skólaskírteini

700-1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Menningarkort fyrir 67+, árskort á borgarsöfnin

1.800 kr.

ICOM og Físos korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.