back

Að eiga sig sjálfur, stund og stund – sögulegur garður og fegrun torgs á Árbæjarsafni.

28.06.2016 X

Á Árbæjarsafni hefur nú í vor verið unnið hörðum höndum að því að fegra torg safnsins sem og að útbúa garð við safnhúsið Suðurgötu 7. Verkefnið er unnið í samstarfi við námsbraut í skrúðgarðyrkju við Garðyrkjuskólann að Reykjum og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á sögu garðræktar í Reykjavík með því að skapa safnhúsunum viðeigandi umhverfi, bæði hvað varðar hönnun garða og girðinga sem og í plöntuvali. Árið 2010 gerði Matthildur Sigurjónsdóttir landslagsarkitekt heildaráætlun fyrir safnsvæðið og hannaði garða við safnhúsin. Sumarið 2011 var hafist handa við að útfæra  hugmyndirnar og í samstarfi við Hólavallakirkjugarð voru fegnir fjölæringar af leiðum til að planta við ákveðin safnhús. Þá hafa verið útbúnir stígar við tvö safnhús og sett upp girðing við safnhúsið Efstabæ. Sumarið 2015 var hafist handa við að fegra torg safnsins en fyrsti áfangi verkefnisins var að flytja styttuna  Kona að strokka eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1934 á torgið.

Í janúar var komið á samstarfi á milli Garðyrkjuskólans að Reykjum og Borgarsögusafns um gerð garðs við safnhúsið Suðurgötu 7 sem og að útbúa torgið í anda samkeppninnar um fegrun Austurvallar sem haldin var árið 1919. Verkefnið var unnið í sameiningu af fimm fjarnemum á skrúðgarðyrkjubraut við skólann en þeir eru Þröstur Þórsson, Erlendur Björnsson, Stanislaw Bukowski, Atli Einarsson og Vignir Sveinbjörnsson. Umsjónarkennari verkefnisin er Ágústa Erlingsdóttir, brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar.

Garðurinn við Suðurgötu dregur dám af þeim görðum sem mátti finna í Reykjavík í byrjun 20. aldar eða í kringum 1920. Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins í Reykjavík, var nemendunum innan handar er koma að plöntuvali en reynt var að velja plöntur sem algengar voru á þessum tíma í Reykjavík. Á meðal plantna sem er að finna í garðinum er venusarvagn, blóðberg, bóndarós, stórburkna og garðabrúðu. Þá var sett niður garðahlynur, þyrnirós, ilmreyni og loðvíðir. Af matjurtum var meðal annars settar niður kartöflur, blómkál og jarðaber.

Það hefur mikla þýðingu fyrir Borgarsögusafn Reykjavíkur að efna til þessa samstarfs við Garðyrkjuskólann og Grasagarð Reykjavíkur. Samstarfið hefur bæði eflt ásýnd safnsins sem og miðlun á þeim sögulega arfi sem garðrækt skipar í sögu Reykjavíkur. 

Þá er það von safnsin að gestir nýti útisvæði safnsins enn frekar en eins og Einar Helgason garðyrkjustjóri sagði í bók sinni Bjarkir (1917): „Það er ekki lítils vert að hafa garðholu, þó ekki sé stór, það sem heimafólkið getur »átt sig sjálft « stund og stund og notið þess yndis, er jurtagróðurinn veitir, og hvílt sig þar, ef tími leyfir frá öðrum störfum.“

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

1.000 -1.740 kr. sjá nánar á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Börn 0-17 ára og öryrkjar

Ókeypis aðgangur

Nemendur með gild skólaskírteini

700-1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Menningarkort fyrir 67+, árskort á borgarsöfnin

1.800 kr.

ICOM og Físos korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.