back
Aðalstræti 10 heyrir undir Borgarsögusafn Reykjavíkur
Þann 5. maí 2018 opnaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hið sögufræga hús að Aðalstræti 10 sem safn og sýningahús á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Aðalstræti 10 er eitt elsta og merkasta hús borgarinnar, í hjarta gamla miðbæjarins, en það var reist árið 1762 fyrir starfsemi verksmiðja Innréttinganna. Saga hússins í Aðalstræti 10 er samfléttuð sögu Reykjavíkurbæjar. Þegar það var reist var hér aðeins vísir að þorpi og íslenskt samfélag byggði enn fyrst og fremst á sjálfsþurftarbúskap í dreifbýli. 140 árum síðar var Reykjavík orðin að höfuðstað landsins, iðandi af mannlífi og á hraðri leið inn í nútímann. Nú er þetta fallega og merka hús orðið hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur og þar verður hægt að kynnast sögu borgarinnar og íbúa hennar. Í Aðalstræti 10 hefur fjölskrúðugur hópur karla og kvenna af hærri og lægri stéttum átt heimili sitt, notið veitinga og skemmtunar, keypt í matinn – eða bara átt leið um.
Í maí 2018 voru opnaðar tvær sýningar í glæsilegu bakhúsinu: ljósmyndasýningin Reykjavík 1918 og sýningin Torfhúsabærinn Reykjavík og stóðu þessar sýningar fram til loka september.
Nú standa yfir framkvæmdir við húsið til að tryggja aðgengi allra og verður í framhaldi farið í að setja upp grunnsýningu um sögu Reykjavíkur. Aðalstræti 10 er lokað á meðan framkvæmdum stendur. Nánari upplýsingar gefur safnstjórinn Guðbrandur Benediktsson.

