back

Barnamenningardagskrá Borgarsögusafns 17.-22. apríl 2018

18.04.2018 X

Borgarsögusafn tekur þátt í Barnamenningarhátíð 2018 með skemmtilegri dagskrá í Árbæjarsafni, Landnámssýningunni og Ljósmyndasafninu.

Árbæjarsafn

Fimmtudagur 19. apríl – safnið er opið frá kl. 13-17

HVAÐ? Húllahringjasmiðja

HVAR? Kornhúsinu – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 13-15

Þátttakendur fá að skreyta húllahring og fara út á tún og læra að húlla undir dyggri stjórn Húlladúllunnar sem jafnframt sýnir listir sínar. Að smiðju lokinni mega krakkarnir fara heim með fagurskreyttan húllahringinn sinn. Boðið verður upp á tvær smiðjur, annars vegar kl. 13-14 og hins vegar kl. 14-15 og rúmar hver smiðja 40 börn en æskilegt er að foreldrar séu börnum sínum innan handar. Athugið að skráningar er krafist og fara þær fram í gegnum netfangið leidsogumenn@reykjavik.is

Húllakennslan og sýningin fyrir báða hópana verður á torginu kl. 15-16.

HVAÐ? Skjaldasmiðja

HVAR? Líkn fræðsluhús – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 13-15

Skreyttu skjöldinn! Smiðja í safnhúsinu Líkn. Krakkar geta komið og skreytt víkingaskjöld eftir eigin höfði. Þegar nokkrir skildir hafa orðið til verður farið út með hópinn og mynduð skjaldborg eins og bardagamenn gerðu forðum. Flott tækifæri til að smella af mynd. Allir velkomnir á meðan rými og hráefni er nægt.

HVAÐ? Búningamyndataka

HVAR? Líkn fræðsluhús – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 13-17

Búningamyndataka í safnhúsi er nefnist Líkn. Þar geta krakkar klæðst búning og smellt af sér mynd við skemmtilegan bakgrunn í ljósmyndastúdíóinu.

HVAÐ? Búningateiknismiðja

HVAR? Landakoti – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 13-17

Búningateiknismiðja í Landakoti. Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands skoða krakkar hvernig embættismenn klæddu sig fyrir 100 árum og hanna svo búninga eins og þeim finnst að búningar ættu að vera í dag ef þau fengju að ráða.

Lummubakstur, tóvinna, fótbolti og kassabílar

Lummubakstur og tóvinna í gamla Árbænum á milli kl. 13-16. Svo er upplagt að fara í vítaspyrnukeppni á fótboltavelli safnsins og keyra í kringum torgið í kassabílum. Krambúðin verður opin og þar er hægt er að gera góð og gómsæt kaup.

Föstudagur 20. apríl – safnið er opið frá kl. 13-17

HVAÐ? Nemendur frá Fossvogsskóla opna sýningu

HVAR? Líkn fræðsluhús – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Föstudag 20. apríl kl. 16-17

Í húsinu Líkn verður opnuð skemmtileg sýning eftir 58 börn í 4. bekk í Fossvogsskóla. Þau hafa verið að rannsaka og skoða nærumhverfi sitt frá 1918 til 2018 og velta fyrir sér hvernig Fossvogurinn leit út áður en hann byggðist upp og hvernig byggð þróast bæði í hverfinu þeirra og almennt í Reykjavík. Þau fengu sérfræðing frá Borgarsögusafni í heimsókn í skólann og komu í tvær vettvangsferðir. Afrakstur rannsóknarinnar er sýning sem lýsir þeirra framtíðarsýn 2118 og veður til sýnis fræðsluhúsinu Líkn í Árbæjarsafni 20.-30. apríl.

HVAÐ? Búningamyndataka

HVAR? Líkn fræðsluhús – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Föstudaginn 20. apríl kl. 13-17

Búningamyndataka í safnhúsi er nefnist Líkn. Þar geta krakkar klæðst búning og smellt af sér mynd við skemmtilegan bakgrunn í ljósmyndastúdíóinu.

HVAÐ? Búningateiknismiðja

HVAR? Landakoti – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Föstudaginn 20. apríl kl. 13-17

Búningateiknismiðja í Landakoti. Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands skoða krakkar hvernig embættismenn klæddu sig fyrir 100 árum og hanna svo búninga eins og þeim finnst að búningar ættu að vera í dag ef þau fengju að ráða.

HVAÐ? Komdu að dansa!

HVAR? Lækjargata – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Föstudag 20. apríl kl. 13-17

Í Lækjargötu rúllar skemmtilegt dansmyndband með dansstílum síðustu 60 ára. Komið og dansið með!

Fótbolti og kassabílar

Svo er upplagt að fara í vítaspyrnukeppni á fótboltavelli safnsins og keyra í kringum torgið í kassabílum. Krambúðin verður opin og þar er hægt er að gera góð og gómsæt kaup.

Helgin 21.- 22. apríl – safnið er opið frá kl. 13-17

HVAÐ? Búningateiknismiðja

HVAR? Landakoti – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Helgina 21. – 22. apríl kl. 13-17

Búningateiknismiðja í Landakoti. Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands skoða krakkar hvernig embættismenn klæddu sig fyrir 100 árum og hanna svo búninga eins og þeim finnst að búningar ættu að vera í dag ef þau fengju að ráða.

HVAÐ? Búningamyndataka

HVAR? Líkn fræðsluhús – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Helgina 21. – 22. apríl kl. 13-17

Búningamyndataka í safnhúsi er nefnist Líkn. Þar geta krakkar klæðst búning og smellt af sér mynd við skemmtilegan bakgrunn í ljósmyndastúdíóinu.

HVAÐ? Sýning á verkum nemenda í Fossvogsskóla

HVAR? Líkn fræðsluhús – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Helgina 21. – 22. apríl kl. 13-17

Í húsinu Líkn er að finna skemmtilega sýningu eftir 58 börn í 4. bekk í Fossvogsskóla. Þau hafa verið að rannsaka og skoða nærumhverfi sitt frá 1918 til 2018 og velta fyrir sér hvernig Fossvogurinn leit út áður en hann byggðist upp og hvernig byggð þróast bæði í hverfinu þeirra og almennt í Reykjavík. Þau fengu sérfræðing frá Borgarsögusafni í heimsókn í skólann og komu í tvær vettvangsferðir. Afrakstur rannsóknarinnar er sýning sem lýsir þeirra framtíðarsýn 2118 og veður til sýnis fræðsluhúsinu Líkn í Árbæjarsafni 20.-30. apríl.

HVAÐ? Komdu að dansa!

HVAR? Lækjargata – á Árbæjarsafni

HVENÆR? Helgina 21. – 22. apríl kl. 13-17

Í Lækjargötu rúllar skemmtilegt dansmyndband með dansstílum síðustu 60 ára. Komið og dansið með!

HVAÐ? Útileikir fyrir börn

HVAR? Á torgi Árbæjarsafns

HVENÆR? Helgina 21. – 22. apríl kl. 13-17

Farið verður í skemmtilega útileiki á torgi safnsins á laugardag og sunnudag á milli kl. 13-17.

Lummubakstur, tóvinna, fótbolti og kassabílar

Lummubakstur og tóvinna í gamla Árbænum á milli kl. 13-16. Svo er upplagt að fara í vítaspyrnukeppni á fótboltavelli safnsins og keyra í kringum torgið í kassabílum. Krambúðin verður opin og þar er hægt er að gera góð og gómsæt kaup.

Ókeypis aðgangur fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Þriðjudagur 17. apríl – sunnudagur 22. apríl

HVAÐ? Myndaþraut um sýninguna ÞESSI EYJA JÖRÐIN

HVAR? Ljósmyndasafn Reykjavíkur

HVENÆR? Þriðjudag 17. apríl kl. 10-18

HVENÆR? Miðvikudag 18. apríl kl. 10-18

HVENÆR? Fimmtudaginn sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 13-17

HVENÆR? Föstudaginn 20. apríl kl. 11-18

HVENÆR? Helgina 21. – 22. apríl kl. 13-17

Á Ljósmyndasafninu í Reykjavík verður boðið upp á skemmtilega myndaþraut um sýninguna ÞESSI EYJA JÖRÐIN sem fjallar um íslenskt landslag. Þrautin gengur út á samveru og samvinnu fjölskyldunnar sem þurfa að hjálpast að við að leysa það sem fyrir þau er lagt.

Á safninu er að finna leitarvélar sem gaman er að setjast við og skoða gamlar ljósmyndir. Í einni af vélunum er að finna myndir sérstaklega af börnum við ýmis tilefni í leik og störfum. Það er gaman að þysja sig inn í myndirnar og skoða smáatriðin og velta fyrir sér lífi og aðstæðum barnanna á ólíkum tímum.

Á Ljósmyndasafninu er einnig að finna grúskhorn en þar verða í tilefni af Barnamenningarhátíð hafðar barnabækur sem fjalla um ævintýraeyjur, skrímsli, geimverur og fjölbreytta náttúru en þetta eru viðfangsefni sem eru í takt við inntak yfirstandandi sýningar á safninu.

Ókeypis aðgangur fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd.

Landnámssýningi í Aðalstræti 16

Þriðjudagur 17. apríl – sunnudagur 22. apríl

HVAÐ? Búningamyndataka

HVAR? Landnámssýningin

HVENÆR? 17.-21. apríl kl. 9-18

Búningamyndataka. Í boði verður að klæða sig upp í skikkjur og kyrtla og bera vopn eins og forfeður okkar gerðu og smella af mynd við flottan bakgrunn.

HVAÐ? Dýrabeinauppgröftur

HVAR? Landnámssýningin

HVENÆR? 17.-21. apríl kl. 9-18

Dýrabeinauppgröftur. Inni á dýrabeinasýningunni Dýrin – leyndardómur landnámssins geta gestir sett sig í stellingar fornleifafræðinga og grafið eftir alvöru dýrabeinum.

HVAÐ? Víkingahjálmasmiðja

HVAR? Landnámssýningin

HVENÆR? sunnudag 22. apríl kl. 13-15

Víkingahjálmasmiðja. Viltu breytast í villtan víking á leið út í heim? Víkingarnir voru herskáir og ævintýraþyrstir, en til þess að vernda sig í bardögum og ránsferðum settu þeir upp rammgerða hjálma. Hjálmarnir voru oft bæði óhuggulegir og fallegir, styrktu sjálfsálit þess sem bar hjálminn og skutu óvininum skelk í bringu.

Í smiðjunni búum við til okkar eigin víkingahjálm og leyfum ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Hvernig verður þinn persónulegi víkingahjálmur? Getur víkingahjálmurinn sýnt það sem í þér býr og verndað þig um leið?

Listakonan Ingibjörg Huld Halldórsdóttir stýrir þessari skemmtilegu smiðju fyrir alla fjölskylduna.

Ókeypis aðgangur fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd.

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

1.000 -1.740 kr. sjá nánar á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Börn 0-17 ára og öryrkjar

Ókeypis aðgangur

Nemendur með gild skólaskírteini

700-1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Menningarkort fyrir 67+, árskort á borgarsöfnin

1.800 kr.

ICOM og Físos korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.