back
Dagskrá Borgarsögusafns í haustfríinu 24.-28. okt. 2019
Ókeypis aðgangur fyrir fullorðna í fylgd með börnum!
ÁRBÆJARSAFN
Fimmtudagur 24. okt. – mánudagur 28. okt. kl. 13-17
Hlýtt & kalt. Opin fjölskyldusmiðja á efri hæð í húsinu Líkn þar sem gestir geta sest niður eftir heimsókn í hin fjölmörgu safnhús Árbæjarsafns og velt fyrir sér andstæðum, áferð, lit og formum sem gera hús hlýleg og notaleg eða kuldaleg og drungaleg.
Fimmtudagur 24. okt. – mánudagur 28. okt. kl. 13-17
Prjónarnir hennar Pálínu. Skemmtilegur inniratleikur um safnsvæðið með það að markmiði að finna prjóna og hnykil sem Pálína hefur gleymt í nokkrum húsum safnsins. Verðlaun í boði fyrir góðan árangur!
Sunnudagur 27. okt. kl. 13-16
Hrekkjavökugrímusmiðja. Upphitun fyrir Hrekkjavöku þar sem gestum gefst tækifæri að búa til óhugnalega grímu fyrir hrekkjavöku. Allt hráefni verður á staðnum sem og leiðbeinandi.
Hrekkjavökugrímusmiðjan fer fram í Kornhúsinu og allir eru velkomnir.
Í boði verður að smakka nýbakaðar og ilmandi lummur í Árbæ.
LANDNÁMSSÝNINGIN
Fimmtudagur 24. okt. – mánudagur 28. okt. kl. 9-18
Finndu geirfuglinn! Ratleikur um Landnámssýninguna en þar hefur verið komið fyrir litlum geirfuglum sem nú þarf að finna! Gaman er að skoða sýninguna í leiðinni og fræðast um landnámið.
Rúnapúsl. Í krakkahorni Landnámssýningarinnar er hægt að setjast niður og spreyta sig á rúnapúsli í rólegheitum.
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
24. okt. 10-18, 25. okt. 11-18 , 26.-27. okt 13-17 og 28. okt 10-18
Komdu og sjáðu! Léttur þrautaleikur fyrir krakka og fjölskyldur þeirra um sýningu safnsins Stefnumót– Norræn ljósmyndun út yfir landamæri. Verðlaun í boði fyrir góðan árangur!
SJÓMINJASAFNIÐ Í REYKJAVÍK
Fimmtudagur 24. okt. – mánudagur 28. okt. kl. 10-17
Léttur fjölskylduleikur um sýninguna Fiskur & fólk. Fjölskyldur geta skoðað sýninguna Fiskur & fólk með aðstoð skemmtilegra þrauta. Börn geta sótt sér glaðning þegar þau hafa lokið leiknum.
Fimmtudagur 24. okt. kl. 11
Fjölskylduleiðsögn um varðskipið Óðin. Sérfræðingur frá Sjóminjasafninu í Reykjavík fer með fjölskyldur um borð í varðskipið Óðin sem liggur við festar við safnið.
Athugið að aðeins 20 manns komast í leiðsögnina og gefa þarf sig fram í afgreiðslu. Fyrstir koma fyrstir fá.
Fimmtudagur 24. , 25., 28. okt. kl. 14-16
Neðansjávar sýndarveruleiki. Hægt verður að prófa sýndarveruleikagleraugu á sýningunni Melckmeyt 1659 – fornleifarannsókn neðansjávar dagana 24., 25. og 28. október milli kl. 14-16.