back

Dagskrá Sjóminjasafnsins á Hátíð hafsins

30.05.2016 X

Hátíð hafsins

Á Hátíð hafsins 4. – 5. júní n.k. opnar Sjóminjasafnið í Reykjavík dyr sínar fyrir gestum og býður frían aðgang inn á safnið. Á safninu eru þrjár sýningar sem við hvetjum gesti til að skoða en þær heita: Frá Örbirgð til allsnægta, Sjókonur og sú nýjasta Þorskastríðin.

Varðskipið Óðinn verður að sjálfsögðu opið enda vinsælasti hluti safnsins. Þar verður hægt að spjalla við fyrrum áhafnarmeðlimi en þeir muna tímana tvenna og hafa frá mörgu að segja.

Á veitingastað safnsins Víkinni verður útigrill og hin margrómaða fiskisúpa Víkurinnar á boðstólum. En Víkin er ekki bara þekkt fyrir fyrsta flokks fiskrétti heldur er þar einnig að fá heimabakaðar kökur af ýmsum sortum sem vert er að smakka. Gestir geta látið fara vel um sig á pallinum undir dillandi harmonikkuleik.

Laugardaginn 4. júní kl. 14 -16 munu starfsmenn Spilavina kenna og stjórna keppni í skemmtilegu spili sem nefnist Sjóorusta.

Sunnudaginn 5. júní kl. 14 - 16 mun Skákfélag Reykjavíkur sjá um tafl um borð í varðskipinu Óðni. Hvetjum alla til að koma við og taka skák.

Safnið er opið daglega frá 10 - 17.

Frítt inn á með Hátíð hafsins stendur.

Allir velkomnir!

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

1.000 -1.740 kr. sjá nánar á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Börn 0-17 ára og öryrkjar

Ókeypis aðgangur

Nemendur með gild skólaskírteini

700-1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Menningarkort fyrir 67+, árskort á borgarsöfnin

1.800 kr.

ICOM og Físos korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.