back

Fyrirmyndarstofnun ársins 2015

19.07.2015 X

Borgarsögusafn Reykjavíkur hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir að vera ein af fyrirmyndarstofnunum ársins 2015. Athöfnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu og tók safnstjórinn Guðbrandur Benediktsson við blómvendi og viðurkenningarskjali af því tilefni.

Borgarsögusafn fyrirmyndarstofnun 2015
Guðbrandur Benediktsson safnstjóri með blómvönd í tilefni af því að Borgarsögusafn hlaut titilinn fyrirmyndarstofnun 2015.

Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2015 voru kynntar, fimmtudaginn 7. maí. Félagsmenn St.Rv. velja nú „Stofnun ársins – Borg og Bær“ í fjórða sinn.

Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað, ríki og fleirum. Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR. og St.Rv. auk fjármálaráðuneytisinsins sem tekur þátt í könnuninni fyrir alla ríkisstarfsmenn. Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. 

VR hefur útnefnt Fyrirtæki ársins síðastliðin 19 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofnun ársins síðastliðin 9 ár. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félagsmanna sinna og félagsmanna VR og SFR.

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

1.000 -1.740 kr. sjá nánar á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Börn 0-17 ára og öryrkjar

Ókeypis aðgangur

Nemendur með gild skólaskírteini

700-1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Menningarkort fyrir 67+, árskort á borgarsöfnin

1.800 kr.

ICOM og Físos korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.