back

Ljósmyndahátíð Íslands 14.- 17. janúar 2016

26.02.2016 X

Dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2016 samanstendur af fjölbreyttri dagskrá; sýningum, ljósmyndarýni, fyrirlestrum og kynningu á ljósmyndabókum.

810a4467.jpg
Ljósmyndarýni á Ljósmyndahátíð Íslands 2016

Ljósmyndahátíð Íslands (áður Ljósmyndadagar) var sett á laggirnar árið 2012 af Ljósmyndasafni Reykjavíkur og FÍSL-Félagi íslenskra samtímaljósmyndara. Síðan þá hefur hún verið haldin annað hvert ár – 2014 og nú í þriðja sinn, dagana 14-17. janúar 2016. Hugmyndin að baki hátíðinni er að efla tengsl íslenskrar ljósmyndunar við alþjóðlegan ljósmyndaheim og að kynna ljósmyndina sem listform.

Dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2016 samanstendur af fjölbreyttri dagskrá; sýningum, ljósmyndarýni, fyrirlestrum og kynningu á ljósmyndabókum.

Tíu sýningar með erlendum og íslenskum listamönnum verða opnaðar í tengslum við hátíðina. Þær verða m.a. settar upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni, Þjóðminjasafni Íslands, Kex Hostel, Reykjavíkurtorgi í Grófarhúsi, Njálsgötugallerí og í Listamönnum Skúlagötu.

Ljósmyndarýnin gefur upprennandi listamönnum og ljósmyndurum tækifæri til að kynna verk sín fyrir erlendu fagfólki í greininni og heyra álit þeirra á verkum sínum. Um leið er hún kynning á íslenskri ljósmyndamenningu.

Holly Roussell Perret-Gentil, aðstoðarsýningarstjóri á hinni umfangsmiklu rannsókn á landslagsljósmyndun á 21. öld ásamt William Ewing, Landmark: The Fields of Photography, mun halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu .

Sérstök áhersla hátíðarinnar í ár er lögð á ljósmyndabækur. Á lokakvöldi hátíðarinnar á Kex Hostel mun svo verða haldin bókasýning og umræður um ljósmyndabækur í umsjón Péturs Thomsen og Davids Barreiro.

Agnieszka Sosnowska styrkþegi Minningarsjóðs Magnúsar Ólafssonar
Ljósmyndarýni 2016. Frá afhendingu verðlauna úr sjóði Magnúsar Ólafssonar. Frá vinstri: Lárus Karl Ingason, formaður Ljómyndarafélags Íslands en hann situr í stjórn Minningarsjóðsins Magnús Karl Magnússon, afkomandi Magnúsar ljósmyndara Agnieszka Sosnowska, ljósmyndari og vinningshafi, Ólafur Tryggvi Magnússon afkomandi Magnúsar ljósmyndara (í stjórn Minningarsjóðsins), María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri á Borgarsögusafni er í stjórn Minningarsjóðsins, Tryggvi Hafstein afkomandi Magnúsar ljósmyndara.
Self portrait Agnieszka Sosnowska
Sjálfsmynd eftir Agnieszku Sosnowsku verðlaunahafa ljósmyndarýni 2016

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

1.000 -1.740 kr. sjá nánar á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Börn 0-17 ára og öryrkjar

Ókeypis aðgangur

Nemendur með gild skólaskírteini

700-1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Menningarkort fyrir 67+, árskort á borgarsöfnin

1.800 kr.

ICOM og Físos korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.