back
Ljósmyndahátíð Íslands 14.- 17. janúar 2016
Dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2016 samanstendur af fjölbreyttri dagskrá; sýningum, ljósmyndarýni, fyrirlestrum og kynningu á ljósmyndabókum.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Ljósmyndahátíð Íslands (áður Ljósmyndadagar) var sett á laggirnar árið 2012 af Ljósmyndasafni Reykjavíkur og FÍSL-Félagi íslenskra samtímaljósmyndara. Síðan þá hefur hún verið haldin annað hvert ár – 2014 og nú í þriðja sinn, dagana 14-17. janúar 2016. Hugmyndin að baki hátíðinni er að efla tengsl íslenskrar ljósmyndunar við alþjóðlegan ljósmyndaheim og að kynna ljósmyndina sem listform.
Dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2016 samanstendur af fjölbreyttri dagskrá; sýningum, ljósmyndarýni, fyrirlestrum og kynningu á ljósmyndabókum.
Tíu sýningar með erlendum og íslenskum listamönnum verða opnaðar í tengslum við hátíðina. Þær verða m.a. settar upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni, Þjóðminjasafni Íslands, Kex Hostel, Reykjavíkurtorgi í Grófarhúsi, Njálsgötugallerí og í Listamönnum Skúlagötu.
Ljósmyndarýnin gefur upprennandi listamönnum og ljósmyndurum tækifæri til að kynna verk sín fyrir erlendu fagfólki í greininni og heyra álit þeirra á verkum sínum. Um leið er hún kynning á íslenskri ljósmyndamenningu.
Holly Roussell Perret-Gentil, aðstoðarsýningarstjóri á hinni umfangsmiklu rannsókn á landslagsljósmyndun á 21. öld ásamt William Ewing, Landmark: The Fields of Photography, mun halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu .
Sérstök áhersla hátíðarinnar í ár er lögð á ljósmyndabækur. Á lokakvöldi hátíðarinnar á Kex Hostel mun svo verða haldin bókasýning og umræður um ljósmyndabækur í umsjón Péturs Thomsen og Davids Barreiro.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

