back

Óðinn tekinn í slipp

15.10.2018 X

Í dag mánudag 15. október var varðskipið Óðinn tekið í slipp í Reykjavíkurhöfn. Óðinn, sem er einn stærsti og merkilegasti safngripur Íslands, er varðveittur á Grandanum sem hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík, nánar tiltekið við Óðinsbryggju í Vesturbugt.

Eins og gefur að skilja er varðveisla og viðhald skips af þessari stærðargráðu ekki einfalt verk, en Óðinn býr svo vel að eiga fjölda hollvina sem koma þar að málum. Þó svo að Óðinn hafi ekki siglt um úfin höf síðustuárin, þarf að sinna reglubundnu viðhaldi og núna er komið að nauðsynlegri slipptöku skipsins. Óðinn verður tekinn í slipp í Reykjavíkurhöfn og verður það án efa áhrifarík og ánægjuleg sjón. Þar verður hann botnhreinsaður, málaður og kannað með öxuldrátt, en ráðgert er að framkvæmdin taki um tvær vikur. Að því loknu verður Óðni lagt aftur við bryggju hjá Sjóminjasafninu og verður öllum almenningi aðgengilegur og til sýnis, eins og verið hefur síðustu 10 ár.

Varðskipið Óðinn sem var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959 kom til landsins 27. janúar 1960. Árið 2008 afsalaði ríkissjóður Óðni til Hollvinasamtaka Óðins og í kjölfarið tók Sjóminjasafnið formlega við varðveislu skipsins í samvinnu við Hollvinasamtökin. Varðskipið Óðinn fékk þar með nýtt hlutverk sem lifandi hluti af safninu, opið almenningi. Þar er varðveitt og miðlað sögu þorskastríðsáranna við Ísland, sem þjóðin stóð einhuga að, ásamt björgunarsögu Landhelgisgæslu Íslands.

Eftirtaldir aðilar hafa stutt sérstaklega við þetta mikilvæga verkefni: Ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir, Tryggingamiðstöðin, Olís og THG Arkitektar, og síðast en ekki síst Hollvinasamtök Óðins.

Varðskipið Óðinn á leiðinni í slipp 15. okt 2018
Varðskipið Óðinn dregið í slipp í Reykjavíkurhöfn

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

1.000 -1.740 kr. sjá nánar á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Börn 0-17 ára og öryrkjar

Ókeypis aðgangur

Nemendur með gild skólaskírteini

700-1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Menningarkort fyrir 67+, árskort á borgarsöfnin

1.800 kr.

ICOM og Físos korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.