back

Reykjavíkurborg heiðrar minningu verkakonunnar Elku Björnsdóttur

31.08.2017 X

Fréttatilkynning

31. ágúst 2017

Reykjavíkurborg heiðrar minningu verkakonunnar Elku Björnsdóttur í samstarfi við Borgarsögusafn og verkalýðshreyfinguna.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heiðra minningu Elku Björnsdóttur verkakonu með því að reisa minningarmark við gröf hennar í Hólavallagarði við Suðurgötu, á fæðingardegi hennar 7. september nk. Þann sama dag verður haldið málþing þar sem sjónum verður beint að sögu Elku og verkakvenna í Reykjavík í upphafi síðustu aldar. Málþingið er skipulagt í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og Borgarsögusafn og er öllum opið.

Elka Björnsdóttir verkakona fæddist 7. september 1881 að Reykjum í Lundarreykjadal. Árið 1906 fluttist hún til Reykjavíkur þar sem hún bjó til æviloka 3. mars 1924. Elka byrjaði að skrifa dagbók árið 1915 og gerði það nánast samfellt til ársins 1923. Dagbækurnar voru gefnar út í heild sinni árið 2012 og höfðu fram að því verið notaðar við rannsóknir sagnfræðinga og fleiri á atburðum sem áttu sér stað á ritunartíma þeirra. Þær eru mikilvæg samtímaheimild um líf fólks í Reykjavík á fyrstu áratugum síðustu aldar ekki síst verkafólks og þeirra sem áttu undir högg að sækja í samfélaginu.

Elka hefur sterka tengingu við Reykjavíkurborg þar sem hún vann við að ræsta skrifstofur Reykjavíkur á Tjarnargötu 12, þar á meðal skrifstofu borgarstjóra, sem og húsnæði slökkviliðsins sem á þeim tíma var á sama stað. Nefnir hún húsnæðið í dagbókum sínum „hið veglega ráðhús höfuðstaðarins við Tjörnina“ en þar vann hún og bjó til ársins 1922. Húsnæðið er enn í fullri notkun hjá Reykjavíkurborg og hýsir í dag m.a. skrifstofur borgarfulltrúa.

Leiði Elku Björnsdóttur verkakonu í Hólavallagarði er með öllu ómerkt og því vel viðeigandi að Reykjavíkurborg heiðri minningu þessarar merku konu með þeim hætti að merkja leiði hennar og lyfta um leið minningu hennar og verkum á loft með þessum hætti. Í garðinum eru þekktar og skráðar um 10 þúsund grafir en talið er að allt að 30 þúsund einstaklingar hvíli þar.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Eiríksson, borgarritari, í síma 862 0667.

Hér má sjá viðburðinn á FB.

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

1.000 -1.740 kr. sjá nánar á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Börn 0-17 ára og öryrkjar

Ókeypis aðgangur

Nemendur með gild skólaskírteini

700-1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Menningarkort fyrir 67+, árskort á borgarsöfnin

1.800 kr.

ICOM og Físos korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.