back

Safnadagurinn 18. maí 2017

15.05.2017 X

Borgarsögusafn tekur þátt í Safnadeginum 18. maí 2017 með alls fimm viðburðum og er ókeypis aðgangur að þeim öllum.

Dýrin – leyndardómur landnámsins

Landnámssýningin, Aðalstræti 16 þann 18. maí kl. 17.

Á safnadaginn þann 18. maí kl. 17 verður opnuð ný sýning í Landnámssýningunni Aðalstræti 16 sem ber heitið Dýrin – leyndardómur landnámsins. Sýningin fjallar um dýr á landnámsöld og byggir á beinum sem fundist hafa við fornleifauppgröft á Íslandi. Hestar, kindur, geitur, kýr, svín, hænur og kettir koma við sögu á fjölskylduvænni og áhugaverðri sýningu. Sýningarhöfundurinn Dr. Lara Hogg mun taka á móti gestum og segja þeim frá efni sýningarinnar. Ókeypis er inn á sýninguna frá kl. 17-18 og það einnig við um Landnámssýninguna. Leiðsögnin fer fram á ensku.

Sérfræðingaspjall um val og forvörslu á sýningargripum

Árbæjarsafn 18. maí kl. 12:15

Í tilefni af Safnadeginum 18. maí munu sérfræðingar Árbæjarsafns taka á móti gestum í sjóminjageymslu safnsins og fræða þá um valda muni sem notaðir verða á nýrri sýningu í Sjóminjasafninu í Reykjavík sem opnuð verður um mitt ár 2018. Hollenska fyrirtækið KOSSMAN.DEJONG og valið teymi starfsmanna Borgarsögusafns standa að gerð sýningarinnar. Það eru mörg handtökin við undirbúning svo stórrar sýningar og eitt af því er að hreinsa og forverja sýningargripi sem gestir verða fræddir í allan sannleik um. Þetta er einstakt tækifæri til þess að forvitnast um val á safngripum sem notaðir eru á sýningum og spjalla við sérfræðinga safnsins. Tekið verður á móti gestum í miðasölu safnsins kl. 12:15 og þaðan verður haldið í munageymsluna. Þessi viðburður er ókeypis.

Leiðsögn um varðveisluhús Árbæjarsafns

Árbæjarsafn 18. maí kl. 12:00

Í tilefni af Safnadeginum 18. maí sem haldinn er hátíðlegur á söfnum víða um heim mun Árbæjarsafn opna Vörðuna sem er nýbyggt varðveisluhús safnsins. Þar má finna ótal fjölda gersema sem varðveittar verða á safninu um ókomna tíð. Gerður Róbertsdóttir verkefnastjóri munavörslu verður með leiðsögn um húsið kl. 12:00 og fræðir gesti um aðferðir og hugmyndir á bak við varðveislu safngripa. Leiðsögnin er ókeypis en athugið að skráningar er krafist og aðeins 12 manns komast að. Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á: agusta.ros.arnadottir@reykjavik.is. Mæting er í miðasölu Árbæjarsafns kl. 12 þaðan sem haldið verður í varðveisluhúsið.

Mansal á landnámsöld – leiðsögn

Landnámssýningin, Aðalstræti 16 þann 18. maí kl. 12:00.

Í tilefni af Safnadeginum 18. maí sem haldinn er hátíðlegur á söfnum víða um heim verður boðið upp á hádegisleiðsögn á Landnámssýningunni sem fjallar um þrælahald á Íslandi á tímum landnámsmanna sem í þá daga var bæði algengt og leyfilegt. Jón Páll Björnsson sérfræðingur fræðslu á Borgarsögusafni fer með leiðsögnina og eru allir velkomnir. Leiðsögnin er á íslensku og tekur um 40 mínútur. Ókeypis er inn á sýninguna á meðan leiðsögn stendur.

Leiðsögn um borð í varðskipinu Óðni

Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarði 8 þann 18. maí kl. 12:00.

Í tilefni af Safnadeginum 18. maí sem haldinn er hátíðlegur á söfnum víða um heim verður boðið upp á ókeypis leiðsögn um borð í varðskipinu Óðni. Sérfræðingur safnsins fjallar um lífið um borð í skipum sem þessum, sem gat verið ánægjulegt en að sama skapi oft erfitt og ógnvekjandi. Leiðsögumaðurinn tekur á móti hópnum í anddyri Sjóminjasafnsins kl. 12 og þaðan er haldið um borð í Óðin. Leiðsögnin er á íslensku og tekur um 40 mínútur. Ókeypis er í leiðsögnina í tilefni dagsins.

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

1.000 -1.740 kr. sjá nánar á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Börn 0-17 ára og öryrkjar

Ókeypis aðgangur

Nemendur með gild skólaskírteini

700-1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Menningarkort fyrir 67+, árskort á borgarsöfnin

1.800 kr.

ICOM og Físos korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.