back

Samstarf HÍ og Borgarsögusafns

21.01.2016 X

Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Borgarsögusafn Reykjavíkur efna til samstarfs á sviði menningarmiðlunar og fimmtudaginn 14. janúar sl. var undirritaður samstarfssamningur þar að lútandi.

Guðmundur Hálfdanarson sviðsforseti Hugvísindasviðs  og Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur undirrita samstarfssamning í Háskóla Íslands

Samstarfið felst m.a. í því að Hugvísindasvið og Borgar­sögusafn munu í sameiningu standa fyrir námskeiðinu „Menningarminjar, söfn og sýningar“ sem kennt er innan námsleiðar í hagnýtri menningarmiðlun, í sagn­fræði við Háskóla Íslands, á vormisseri 2016. Í námskeiðinu fá nemendur að kynnast flestum þáttum safnastarfs; söfnun varðveislu, skráningu, rannsóknum og miðlun. Í hagnýtri verkefnavinnu fá nemendur tækifæri til að vinna að gerð sýningar, allt frá hugmyndavinnu til hönnunar. Borgarsögusafn Reykjavíkur er ákaflega góður vettvangur fyrir nám af þessu tagi, en safnið er bæði fjölbreytt og stórt og munu ýmsir sérfræðingar safnsins taka að sér kennslu á ýmsum ólíkum sviðum.

Nú þegar er löng og góð reynslu af samstarfi á þessu sviði, en námskeið á sviði safnastarfs og sýningagerðar hafa verið haldin í sagnfræði og í hagnýtri menningar­miðlun allt frá árinu 2003 með aðkomu Árbæjarsafns sem nú er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur og hafa nemendur sett upp fjölbreyttar og metnaðarfullar sýningar. Er það mat þeirra sem að þessu standa að útkoma og árangur sé afar jákvæð fyrir báða aðila og stefnan er því tekin á að auka og bæta samstarfið enn frekar í framtíðinni og á enn formlegri máta.

Myndatexti:

Guðmundur Hálfdanarson sviðsforseti Hugvísindasviðs  og Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur undirrita samstarfssamning í Háskóla Íslands, að viðstöddum nemendum við hagnýta menningarmiðlun og Helgu Maureen Gylfadóttur umsjónarkennara sem stendur lengst til hægri.

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

1.000 -1.740 kr. sjá nánar á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Börn 0-17 ára og öryrkjar

Ókeypis aðgangur

Nemendur með gild skólaskírteini

700-1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Menningarkort fyrir 67+, árskort á borgarsöfnin

1.800 kr.

ICOM og Físos korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista Borgarsögusafns

Þú færð fréttabréf um opnanir og viðburði ofl.