back
SÍGILDAR LJÓSMYNDUNARAÐFERÐIR
Langar þig að læra að búa til myndavél úr pappakassa og taka ljósmyndir? Kynnast því að vinna í myrkraherbergi og framkalla myndirnar?
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Vikurnar 25-29 júní og 2 – 6. júlí n.k. verður námskeiðið „Sígildar ljósmyndunaraðferðir – Camera Obscura og Cyanótýpa“ haldið í fræðsluhúsinu Líkn á Árbæjarsafni (Borgarsögusafni Reykjavíkur).
Í dag þar sem stafrænar myndavélar og myndavélasímar eru ráðandi er mikilvægt að beina sjónum að handverkinu. Krakkarnir á námskeiðinu fá að kynnast cyanótýpu eða bláþrykksaðferðinni, búa til sína eigin myndavél „Camera Obscura“ eða „pinhole“myndavél úr pappakassa og kynnast því að vinna í myrkraherbergi sem fylgir því að framkalla myndirnar. Í lok námskeiðsins verður sýning á afrakstrinum þar sem fjölskyldu og vinum er boðið í sumardrykk.
Tímabil námskeiða og kostnaður
25. – 29. júní kl. 9:00 -12:00 (10-14 ára f. 2007-2004)
Verð: 14.000 kr.
2. – 6. júlí kl. 9:00 -12:00 (10-14 ára f. 2007-2004)
Verð: 14.000 kr.
Skráning í síma 411 6300 eða í gegnum tölvupóst – safnfraedsla@reykjavik.is
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
Nafn og kennitala barns:
Nafn og kennitala greiðanda:
Hvaða námskeið viltu bóka þig á:
ATH. SKRÁNINGU LÝKUR FÖSTUDAGINN 15. JÚNÍ