back

TÁLGNÁMSKEIÐ ÁRBÆJARSAFNS

17.04.2018 X

Árbæjarsafn býður upp á skemmtilegt örnámskeið í tálgun í júlí.

Tálgnámskeið Árbæjarsafns
TÁLGNÁMSKEIÐ ÁRBÆJARSAFNS

Þar læra krakkar réttu handbrögðin við að tálga með hníf, auk þess að læra að bora með gamaldags handbor. Í lok námskeiðisins er kveiktur lítill varðeldur og fá krakkarnir að grilla brauð á teini.

Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 6-12 ára. Ætlast er til að krakkar yngri en 9 ára séu í fylgd með fullorðnum. Gjald er 2500 fyrir hvert barn og allt hráefni er innifalið í verðinu. Kjósi fullorðnir að tálga með greiða þeir sama verð. Kennari er Bjarni Þór Kristjánsson (5684654 / 6976294 - talg@isl.is).

 

Námskeiðin verða haldin eftirfarandi daga:

Mánudaginn 2. júlí - kl. 13.00-16.00

Miðvikudaginn 4. júlí - kl. 13.00-16.00

Mánudaginn 9. júlí - kl. 13.00-16.00

Miðvikudaginn 11. júlí - kl. 13.00-16.00

Námskeið er haldið í Árbæjarsafni og hægt er að panta í síma 411 6320 frá og með 30. maí. Athugið að aðeins komast sjö börn að á hverju námskeiði.

Upplýsingar

Upplýsingar

Borgarsögusafn

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6300

Hafðu samband

Skrifstofan er opin:

Opnunartímar

Skrifstofa Borgarsögusafnsins er opin 09:00 - 16:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

1.000 -1.740 kr. sjá nánar á síðu hvers sýningarstaðar fyrir sig.

Börn 0-17 ára og öryrkjar

Ókeypis aðgangur

Nemendur með gild skólaskírteini

700-1.120 kr.

Menningarkort, árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

Menningarkort fyrir 67+, árskort á borgarsöfnin

1.800 kr.

ICOM og Físos korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista borgarsögusafns

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira.