Vetrarfrísdagskrá Borgarsögusafns 2018

Á sýningunni Fiskur & fólk. / At the exhibition Fish & folk.
Börn að taka mynd af sér á sýningunni Fiskur & fólk, Sjóminjasafninu

SJÓMINJASAFNIÐ Í REYKJAVÍK

FJÖLSKYLDULEIÐANGUR. Dagana 18.-22. okt. verður hægt að fara í skemmtilegan leiðangur fyrir fjölskyldur um nýju grunnsýningu safnsins Fiskur & fólk og börn geta sótt sér glaðning að honum loknum.

SÝNDARVERULEIKI. Föstudaginn 19. okt. geta gestir prófað sýndarveruleikagleraugu milli kl. 15 og 17 á sýningunni Melckmeyt 1659 - fornleifarannsókn neðansjávar. Sýningin fjallar um hollenskt kaupskip sem sökk við Flatey árið 1659. Með aðstoð sýndarveruleikagleraugna verður hægt að kynnast aðferðum fornleifafræðinnar á lifandi hátt.

SPJALLAÐ OG SPURT. Laugardaginn 20. okt. milli kl. 13-16 verða sérfræðingar Sjóminjasafnsins á sýningunni til að spjalla við gesti og svara spurningum þeirra. Ekki vera feimin!

Opið alla daga 10:00 til 17:00.

Kids enyoing the Fish & folk - 150 years of fisheries exhibition
Börn í margmiðlunarleik á sýningunni Fiskur & fólk, Sjóminjasafninu
Á Landnámssýningunni / At The Settlement Exhibition
Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16

LANDNÁMSSÝNINGIN Í AÐALSTRÆTI 16

VÍKINGABÚNINGAR OG ÞRAUTIR. Á Landnámssýningunni verður hægt að klæða sig upp í veglega víkingabúninga og smella af flottri mynd í vetrarfríinu. Einnig verða ýmsar þrautir fyrir börn á sýningunni sem gaman er að spreyta sig á, eins og ratleikur og spil.

Á Landnámssýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt á fornleifarannsóknum sem hafa farið fram í miðborginni. Í hliðarsal er fjölskylduvæna sýningin Dýrin – leyndardómur landnámsins.

Opið alla daga 9:00 – 18:00.

Lítil stúlka á Hofsvallagötu. / A little girl at Hofsvallagata
Lítil stúlka á Hofsvallagötu. Mynd eftir Ara Magg á sýningunni Fjölskyldumyndir.

LJÓSMYNDASAFNIÐ Í REYKJAVÍK

MYNDAÞRAUT. Dagana 18.-22. okt. verður hægt að skoða nýja sýningu á Ljósmyndasafninu í Reykjavík sem heitir Fjölskyldumyndir og fara í skemmtilegan þrautaleik um sýninguna. Dísæt verðlaun í boði fyrir góðan árangur!

FJÖLSKYLDUMYNDIR er yfirskrift sýningar sem opnaði nýlega í Grófarsal safnsins. Á sýningunni er að finna ljósmyndir Guðbjarts Ásgeirssonar og Herdísar Guðmundsdóttur og afkomenda þeirra. Í Skotinu er sýning Emilie Dalum – EMILIE.

Opið: 18. okt. 10-18, 19. okt. 11-18, 20-21.okt. 13-17.

Afmæli á Árbæjarsafni_I.jpg
Á sýningunni Komdu að leika! í Árbæjarsafni.

ÁRBÆJARSAFN

Á safninu er að finna skemmtilegar og fróðlegar sýningar inni í húsunum. Leikfangasýningin Komdu að leika! í Landakoti er með okkar allra vinsælustu sýningum fyrir börnin og í húsi sem heitir Líkn er að finna búningahorn þar sem hægt er að smella mynd af sér við flottan bakgrunn. Það er ómissandi að kíkja upp á baðstofuloftið í gamla Árbænum og virða fyrir sér hvernig fólk bjó á árum áður. Um helgina verður boðið upp á nýsteiktar lummur í Árbænum.

Opið alla daga milli kl. 13-17.

Aðgangur á vetrarfrísdagskrána er ókeypis fyrir fullorðna í fylgd með börnum.