Fræðslustefna
Eitt af aðalhlutverkum Borgarsögusafns Reykjavíkur er að veita öllum gestum fjölbreytta fræðslu og stuðla að jöfnu aðgengi allra. Einnig að stuðla að jákvæðri upplifun gesta í gegnum sérsniðna fræðslu hvort sem er á vettvangi safneignar, sýninga eða annarrar miðlunar. Fræðslustarf Borgarsögusafns miðar að því að auka vægi þátttöku og sköpunar í starfi sínu.
Fræðslustarf Borgarsögusafns tekur mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar sem og öðrum innlendum og alþjóðlegum stefnum í menningarmálum.
Markmið:
- Að bjóða upp á fræðslu við hæfi fyrir hvert skólastig, leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem tekur mið af aðalnámskrá.
- Að bjóða nemendum iðnnáms og háskóla uppá sérsniðna fræðslu.
- Að vinna markvisst og skipulega að því að móta safnfræðslu í þágu jafnréttis kynjanna og margbreytilegs samfélags.
- Að bjóða upp á fræðslu sem kemur til móts við þarfir ólíkra hópa samfélagsins.
- Að gefa gestum tækifæri til þátttöku og hvetja til umræðna í leiðsögnum og viðburðum safnsins.
- Að bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi starf á öllum sýningarstöðum.
- Að veita erlendum gestum innsýn í margslungna sögu og menningu Reykjavíkur.
- Að hafa Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi við gerð fræðslu safnsins.
- Að allar upplýsingar um safnfræðslu séu aðgengilegar á vef safnsins, ásamt ítarefni bæði til undirbúnings og úrvinnslu heimsóknar.
- Að skipa rýnihópa um gerð fræðsluefnis.