back
Aðskotadýr - Listsýning Hlutverkaseturs
23.08.2022 X
Aðskotadýr er listsýning Hlutverkaseturs og er viðfangsefni hennar samspil mannskepnunnar við lífríki sjávar og mengun hafsins. Plasti, pappír og ýmsu öðru sem fellur til úr almennu rusli er breytt í furðudýr sem hóta yfirtöku. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson mun opna sýninguna fimmtudaginn 1. september kl: 16:00. Sýningin verður opin til kl. 19 á opnunardegi.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á losun úrgangsefna í sjóinn og stuðla að vitundarvakningu um hnattræna mengun.
Sýningarstjórn er í höndum Önnu Henriksdóttur listamanns og listkennara í Hlutverkasetri. Sýningin er samstarfsverkefni Hlutverkaseturs og Borgarsögusafns Reykjavíkur.
Sýningin er opin daglega kl. 10-17 út september. Aðgangur er ókeypis.
Aðgengi: Safnið er á tveimur hæðum og aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.
Strætisvagn, leið 14, stoppar nálægt inngangi safnsins, Grandagarðsmegin.