back
Aðventan á Borgarsögusafni
Árbæjarsafn í jólabúning en engin skipulögð jóladagskrá verður þar í ár
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Árbæjarsafn er komið í jólabúning. Gestir eru hvattir til að heimsækja safnið á aðventunni og njóta þess að ganga um svæðið og kíkja inn í fallega skreytt safnhúsin og upplifa þannig jólaanda liðinna tíða. Jólatréð er komið á torgið og safnhúsin Lækjargata og Suðurgata gefa innsýn í jólahald í Reykjavík í gamla daga. Vegna sóttvarnatakmarkanna verður engin skipulögð jóladagskrá í ár en boðið er upp á ratleik um safnið fyrir fjölskyldur. Safnhúsin eru opin alla daga frá klukkan 13-17 en safnsvæðið sjálft er alltaf opið gestum og gangandi.
Safnfræðsluteymið tekur daglega á móti skólahópum í jólafræðslu á Árbæjarsafn og segir frá jólasveinunum á samfélagsmiðlum safnsins. Hér má finna Facebooksíðu Safnfræðslunnar. https://www.facebook.com/safnfraedsla
Landnámssýningin í Aðalstræti og Sjóminjasafnið á Grandanum eru opin alla daga frá 10-17 og Ljósmyndasafn Reykjavíkur er opið frá klukkan 12-17 alla virka daga og 13-16 á laugardögum. Á Ljósmyndasafninu má sjá sýninguna Fjarski og nánd, sem er unnin í samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmynda og gefur glögga mynd af samtímaljósmyndun á Íslandi síðustu tvo áratugi.
Nánari upplýsingar um sýningar Ljósmyndasafnsins má finna hér.
Aðalstræti 10, elsta hús borgarinnar sem nú heyrir undir Borgarsögusafn verður opið á völdum dögum á aðventunni en þar verður hægt að kaupa titla Sögufélagsins á góðu verði, fá áritanir hjá höfundum og fræðast um útgáfu ársins 2020. Í gluggum hússins má sjá fallegt og gamalt jólaskraut úr safneign.
Safnbúðir Borgarsögusafns í Árbæjarsafni, Landnámssýningunni, Ljósmyndasafninu og Sjóminjasafninu eru opnar á sama tíma og safnið. Þar má finna marga fallega og einstaka hluti sem tilvaldir eru í jólapakkann. Minnum á að menningarkortshafar fá 10% afslátt í safnbúðunum.