back
Borgarsögusafn lokað á meðan samkomubanni stendur
Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Sjóminjasafnið í Reykjavík verða lokuð frá og með 24. mars 2020.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Kæru gestir!
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu frá og með 24. mars.
Í ljósi þess hefur verið ákveðið að loka Borgarsögusafni og öllum sýningarstöðum til 14. apríl í hið minnsta.
Á opnum útisvæðum safna, eins og á Árbæjarsafni og í Viðey, þurfa gestir að tryggja að nánd milli manna verði að lágmarki tveir metrar.
Innri starfsemi safnanna verður með óbreyttu sniði og starfsfólk mun eftir sem áður svara erindum og sinna rannsóknum, skráningum og undirbúningi nýrra sýninga síðar á árinu.
Við munum í staðinn vera enn duglegri en venjulega að pósta allskonar fróðleik og skemmtilegheitum á Facebook og Instagram svo fylgið okkar endilega þar. En athugið hver staður er með sér síðu á Facebook og Instagram.
Áhugasömum er bent á að það má líka finna ýmsan fróðleik, svo sem um sýningar, listaverk, gamlar ljósmyndir, rannsóknarskýrslur og safnmuni á vef safnsins.
Myndavefur safnsins er https://ljosmyndasafn.reykjavik.is/
Hér má sjá upplýsingar um núverandi og liðnar sýningar safnsins: https://borgarsogusafn.is/syningar_borgarsogusafns
Skýrslur safnsins má finna hér https://borgarsogusafn.is/utgafa/skyrslur
Ýmislegt útgefið efni má finna hér https://borgarsogusafn.is/utgafa/syningarskrar-og-baeklingar
Starfsfólk Borgarsögusafns Reykjavíkur