back
Borgarsögusafn opnar á ný 4. maí
30.04.2020 X
4. maí mun Borgarsögusafn Reykjavíkur opna að nýju sýningar sínar fyrir gesti og er það mikið gleðiefni. Tímann sem lokað hefur verið hefur starfsfólk nýtt vel til undirbúnings og annarra mikilvægra innri starfa á safninu.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Opnun safna og sýninga Borgarsögusafns er sem hér segir:
- Landnámssýningin í Aðalstræti og Sjóminjasafnið í Reykjavík verða opin frá 10-17 alla daga, en ekki verður boðið upp á leiðsagnir í varðskipið Óðin.
- Árbæjarsafn verður opið frá 13-17 út maí, en í júní hefst sumardagskrá safnsins og verður þá hefðbundinn opnunartími frá 10-17.
- Nýjar sýningar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur verða opnaðar mánudaginn 11. maí, m.a. ný sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands Myndir ársins.
- Daglegar siglingar út í Viðey hefjast föstudaginn 15. maí og það er um að gera að njóta þess sem eyjan fagra hefur upp á að bjóða.
Ókeypis verður inn á sýningar Borgarsögusafn frá og með mánudeginum 4. maí, til og með sunnudagsins 10. maí og handhafar Menningarkorta munu njóta framlengds gildistíma sem nemur þeim tíma er lokað var, alls sex vikur.
Vakin er athygli á að takmarkanir gilda varðandi fjölda gesta á sýningum safnsins og er miðað við hámark 50 gesti inni hverju sinni. Þá er gestum bent á að virða viðmið um 2 metra og sýna almenna tillitssemi í þeim efnum.
Verið velkomin, við hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsfólk Borgarsögusafns Reykjavíkur