back

Bryggjuball á Menningarnótt

11.08.2022 X

Benni Sig og Eyþór Lofts spila fyrir dansleik í Bryggjusal Sjóminjasafnsins á Menningarnótt.

bryggjuball.png

Benedikt Sigurðsson harmonikku- og gítarleikari mun ásamt Eyþóri Loftssyni bassaleikara halda uppi stuði og stemningu á bryggjuballi þar sem spiluð verða og sungin skemmtileg vel valin dægurlög. Reimaðu á þig danskóna og taktu þátt í fjörugu bryggjuballi þar sem stignir verða sjómannavalsar, ræll og polki! Kannski líka mars, tírúlluvals eða vínarkruss.

Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

Dagskrá Sjóminjasafnsins í Reykjavík á Menningarnótt 2022:
10:00-22:00 Grunnsýningin Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár
14:00-18:00 Töfrasýning Húlladúllunnar Ljósagull
20:00-21:30 Bryggjuball

Sjóminjasafnið er hluti af Borgarsögusafni, eitt safn á fimm frábærum stöðum.