back
Daníel Bergmann │Fálkar
Fálkar er yfirskrift sýningar með ljósmyndum eftir Daníel Bergmann sem opnuð verður í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur fimmtudaginn 20. október kl. 16.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Við lok síðustu aldar hóf Daníel Bergmann að ljósmynda fálka í íslenskri náttúru. Að mestu leyti af því hann varð heillaður af þessum tignarlegu fuglum og átti erfitt með að halda sig frá þeim. En að hluta til af því hann fann sér ekkert erfiðara að gera. Fuglar kæra sig lítið um að vera ljósmyndaðir og ránfuglum er sérlega illa við slíka athygli. Til að fá aðgang að ólíkum þáttum í tilveru fálka þarf ljósmyndarinn oftar en ekki að fela sig, sitja kyrr svo dögum skiptir, kunna að umbera kulda og óþægindi en halda ávallt fullri athygli. Þá fyrst opnast dyrnar að veröld fálkans.
Sýningin Fálkar er sýnishorn mynda úr bókinni Fálkinn sem kom út í október 2022. Bókin er afrakstur rúmlega tveggja áratuga vettvangsvinnu Daníels Bergmann á fálkaslóðum á Norðausturlandi. Þar ljósmyndaði hann fálka á öllum árstímum og fylgdi meðal annars eftir einstaklega glæsilegri fálkafrú í gegnum meirihluta lífshlaups hennar sem spannaði 15 ár.
Daníel Bergmann (f. 1971) býr og starfar í Stykkishólmi. Hann hefur ástundað náttúruljósmyndun frá því um aldamótin með sérstakri áherslu á dýralíf og landslag norðurslóða. Nánari upplýsingar um ljósmyndarann má finna hér
Sýningin stendur yfir til 29. janúar 2023.
