back
Fjölskyldur njóti útiveru á Árbæjarsafni og í Viðey í haustfríinu
Borgarsögusafn hvetur fjölskyldur til að njóta útiveru í fallegu umhverfi Árbæjarsafns og Viðeyjar í haustfríinu og virða fyrir sér safnhúsin, listaverkin og náttúruna.
Í tilefni af haustfríinu hefur verið settur upp skemmtilegur leikur á safnsvæði Árbæjarsafns. Leikurinn gengur út á að finna alls átta miða í gluggum sex safnhúsa. Á miðunum er skemmtilegur fróðleikur um Ísland fyrr á tímum. Þegar gestir hafa lesið alla átta miðana er næsta skref að svara nokkrum laufléttum spurningum þessari síðu hér.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Um helgina er síðan um að gera að taka Viðeyjarferjuna frá Skarfabakka en hún siglir 3svar á dag á laugardögum og sunnudögum kl. 13:15; 14:15 og 15:15. Muna bara að síðasta ferjan til baka fer kl. 16:30. Í Viðey er góð aðstaða til skemmtilegrar útiveru og að sjálfsögðu almenningssalerni.
Þess má geta að hér á vef Borgarsögusafns er að finna mörg fróðleg og skemmtileg myndbönd sem upplagt er að kíkja á í haustfríinu.
Vinsamlegast athugið að söfnin sjálf Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Sjóminjasafnið í Reykjavík eru lokuð vegna samkomutakmarkanna.
Góðar stundir í haustfríi og verið velkomin á safnsvæði Árbæjarsafns og Viðeyjar!
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
