back

Flugdrekar í öllum regnbogans litum

03.08.2022 X

Fjölbreytileikinn verður í fyrirrúmi á Árbæjarsafni sunnudaginn 7. ágúst en þá er gestum boðið að taka þátt í að búa til flugdreka í öllum regnbogans litum.

flugdrekar.jpg

Smiðjan er ætluð börnum og fjölskyldum þeirra. Takmarkaður fjöldi, skráning fer fram í síma: 411 6320. Frítt fyrir börnin en fullorðnir greiða aðgangsmiða á safnið.

Allt hráefni og kennsla er á staðnum og vonandi blæs nógu mikið til að flugdrekasmiðir geti hlaupið um túnin með flugdrekann sinn. Finnum fegurð í frelsinu og verum við sjálf!

Húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og í smiðjunni hamrar eldsmiðurinn járnið af krafti. Í safnhúsi sem nefnist Þingholtsstræti er gullsmiður að störfum.

Á safninu má einnig finna landnámshænurnar og í haga eru hestar, kindur og lömb. í Dillonshúsi er heitt á könnunni og heimabakað góðgæti. Hillur Krambúðarinnar eru stútfullar af sælgæti og í safnbúðinni fæst gómsætur ís.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Safnið er opið í allt sumar á milli kl. 10-17.