back
Fuglaskoðun
Dr. Freydís Vigfúsdóttir mun fræða göngugesti um fjölskrúðugt fuglalíf í Viðey laugardaginn 25. júní kl. 12:15.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Dr. Freydís Vigfúsdóttir, líffræðingur og dýravistfræðingur, mun fræða göngugesti um fjölskrúðugt fuglalíf í Viðey laugardaginn 25. júní kl. 12:15. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér kíki.
Í Viðey verpa um 30 tegundir fugla. Mest er um æðarfugl og grágæs og stundum kemur fyrir að fólk rekist á sjaldgæfar tegundir eins og jaðröku eða óðinshana. Dálítið er af teistu og hrafninn gerir sér líka hreiður í eynni.
Siglt verður frá Skarfabakka kl. 12:15. Þátttaka í göngunni er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf í ferjuna. Athugið hægt er að kaupa miða fyrirfram í ferjuna á https://elding.is/videy-ferry-skarfabakki. Þegar göngunni lýkur er upplagt að koma við í Viðeyjarstofu og fá sér hressingu. Ferjan fer til baka á klukkustundarfresti.
Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.950 kr. fyrir fullorðna, 1.775 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og nemendur, og 825 kr. fyrir börn 7 – 15 ára. Börn 6 ára og yngri sigla frítt. Börn skulu vera í fylgd fullorðinna.