back

Grunnsýning Sjóminjasafnsins tilnefnd til íslensku safnaverðlaunanna 2020

06.05.2020 X

FISKUR & FÓLK - SJÓSÓKN Í 150 ÁR, ný grunnsýning Sjóminjasafns Bogarsögusafns Reykjavíkur og aðkoma tveggja hollvinasamtaka, Óðins og Magna hefur verið tilnefnd til íslensku safnaverðlaunanna 2020.

Sjominjasafnid_tilnefning_safnaverdlaun_2020.png
Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár tilnefnd til íslensku safnaverðlaunanna 2020

Mat valnefndar er að sýningin Fiskur & fólk í Sjóminjasafninu í Reykjavík höfði til fjölbreytts hóps gesta, jafnt þeirra sem vel þekkja til og þeirra sem lítið þekkja til sjósóknar. Sýningin miðlar sögunni á fræðandi, lifandi, gagnvirkan og skemmtilegan hátt. Aðferðafræðin við gerð sýningarinnar og hið umfangsmikla tengslanet sem virkjað var, er til fyrirmyndar og íslensku safnastarfi til framdráttar.

Aðrar tilnefningar eru:

• Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi

• 2019 – ár listar í almannarými hjá Listasafni Reykjavíkur

• Vatnið í náttúru Íslands- ný grunnsýning Náttúruminjasafns Íslands

• Varðveislu- og rannsóknamiðstöðvar Þjóðminjasafns Íslands ásamt Handbók um varðveislu safnkosts

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun afhenda safnaverðlaunin 2020 við hátíðlega athöfn þann 18. maí næstkomandi í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Athöfninni verður streymt á samfélagsmiðlum í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Nánari upplýsingar um tilnefningarnar og safnaverðlaunin má finna á http://safnmenn.is/frettir/category/frettir