back
Hætt við ráðgátu á Safnanótt
08.02.2016 X
Vegna umfjöllunar um fyrirhugaðan ratleik um borð í varðskipinu Óðni vill starfsfólk Borgarsögusafns Reykjavíkur koma eftirfarandi á framfæri:
Eitt af atriðum Safnanætur hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur var dagskrárliður sem fól í sér að leysa glæp í ratleik líkt og vinsælt hefur verið um margra ára skeið. Leikurinn, sem er uppspuni frá rótum, átti að eiga sér stað um borð í varðskipinu Óðni sem er einn af gripum safnsins en er í eigu Hollvinasamtaka Óðins. Því miður vakti þessi hugmynd upp minningar um hörmulegan atburð sem varð í varðskipinu Tý fyrir 36 árum. Þetta var á engan hátt hugsað í tengslum við þá voveiflegu atburði og EKKI verið að gera skemmtiatriði úr þeim. Starfsfólk safnsins brást strax við og tók leikinn af dagskrá um leið og ábending barst og harmar að þetta hafi ýft upp sárar minningar.