back
Harmóníkuhátíð Reykjavíkur
13.07.2022 X
Harmóníkuhátíð Reykjavíkur verður venju samkvæmt haldin í samstarfi við Árbæjarsafn sunnudaginn 17. júlí og stendur frá kl. 13-16.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Á hátíðinni, sem haldin er í minningu stofnanda hennar Karls Jónatanssonar harmóníkufrumkvöðuls, koma fram margir af landsins bestu og þekktustu harmóníkuleikurum í fallegu umhverfi safnsins.
Fjöldi harmóníkuleikara, einleikara og hópa heldur uppi skemmtilegri stemmningu í safninu. Á meðal flytjenda eru harmóníkuhljómsveitirnar Blær og Vitatorgsbandið. Tónleikar verða í Lækjargötunni þar sem fólk getur sest niður og hlustað og stigið dansinn.
Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa.
Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni, eitt safn á fimm frábærum stöðum.